Fimmtudagskvöld í uppnámi og sunnudagar á laugardögum!

Ég trúi því varla að nú sé Klovn kominn í frí! Hvað á ég að gera núna á fimmtudagskvöldum þegar Gústi er ekki heima?! Reyndar varð ég fyrir smá vonbrigðum með síðasta þátt... Frank átti aldrei að fara niður á sama plan og Casper! Nú langar mig að láta semja nýjan þátt og breyta atburðarásinni... Hefði kannski átt að mæta í Iðu í vikunni og tala við karlana... En svona er livet.

Nutum fyrsta vetrardags í dag. Fórum í "sunnudaga"skólann í morgun upp í Ingunnarskóla en urðum að fara áður en hann var búinn því Rebekka átti að mæta í íþróttaskólann. Glataður tími fyrir sunnudagaskóla... En Rebekka var eitthvað voða slöpp í íþróttaskólanum og grunar mig að hún sé að fá einhverja kvefpest. Alla vega er horið vel grænt Pinch. Eftir skólana fórum við í Bónus að versla og urðum vör við nokkrar hækkanir... Svo fórum við aðeins í heimsókn til Söndru og var Ingvar Snær voða glaður að hitta Rebekku sína enda búinn að vera aðeins lasinn. Þaðan lá leið okkar í Árbæjarsafn en við komum við í Hraunbænum og tókum pabba með. Við röltum um Árbæjarsafn og enduðum í kakó og pönnukökum á kaffihúsinu þar. Mér fannst ég barasta komin í eitt af húsunum í Innbænum mínum. Ég sakna nú Tuliníusarhúss stundum... enda átti ég heima þar í 20 ár! Þegar heim kom fór Rebekka út með vini sínum úr næstu íbúð og ég skrapp í miðbæinn með Addý mágkonu. Við fórum í Iðu, fengum okkur kaffisopa og skoðuðum jólatímarit. Ég geri þetta alltaf reglulega að skreppa á kaffihús þar sem maður getur skoðað nýjustu tímaritin...

Jæja, best að hætta núna. Við Gústi ætlum að eiga notalegt kvöld saman - ekki ég við tölvuna Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband