31.7.2007 | 21:27
Fyrstu færslu mína...
... á bloggi þessu vil ég tileinka konu sem hefur á stuttum tíma haft ótrúlega mikil áhrif á mig. Konu þessa kvaddi ég í dag sem yfirmann en vinskapur hefur myndast sem ég vona að haldi áfram þó þessi leiðaskil hafi orðið í dag.
Fjóla forstöðuþroskaþjálfi í Gylfaflöt tók á móti mér með útgeislun, fallegu brosi og þægilegri nærveru í júní í fyrra þegar ég mætti hjá henni í viðtal vegna starfs. Nokkrum dögum seinna hringdi hún í mig og vildi ráða mig og ég mætti til vinnu 21. ágúst. Þetta tæplega ár sem ég hef unnið undir hennar stjórn hefur þroskað mig og gert mig einfaldlega að betri manneskju. Lífsmottó Fjólu er: "það er engin ein leið í lífinu" og hennar stjórnunarstíll felst í því að vera "soft on the person, strict on the prinsipp". Þetta gerir Fjólu að þeim frábæra yfirmanni sem hún er og síðast en ekki síst þeirri frábæru fyrirmynd sem hún er, bæði okkur starfsfólkinu sem og þeim ungmennum sem í Gylfaflöt njóta þjónustu.
Fjóla leiddi mig mín fyrstu skref á vinnumarkaði sem tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur hún oft þurft að hrista upp í mér og kenna mér að móta mitt "fagegó" eins og hún kallar það. Fagið mitt er mjög nýtt hér á landi en Fjóla sá tækifærin í mér og minni þekkingu og hef ég fengið að njóta mín sem mannskja með faglega þekkingu á tómstundum og mikilvægi þeirra. Persónulega hefur Fjóla kennt mér margt sem ég ætla ekki að fara að opinbera á alheimsvefnum en eins og áður sagði kem ég undan síðastliðnum vetri betri manneskja bæði gagnvart samferðamönnum mínum og þeirri sem mér finnst kannski enn mikilvægara, gagnvart sjálfri mér...
Fjólan flýgur nú á vit nýrra ævintýra en ég mun sakna nærveru hennar. Sú sem tekur við heitir Rósa og hafa þær Rósir sem ég hef kynnst í gegnum tíðina (sbr. systir mín, dóttir mín, frænkur mínar o.fl.) verið hver annarri yndislegri. Þessi verður örugglega ekkert verri
Athugasemdir
Hey sweety, gaman að sjá þig á blogginu, það verður gaman að fylgjast með greinum þínum, því að ég veit að þú ert afbragðs penni!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2007 kl. 00:15
Vona að það komi annar yfirmaður sem verður jafn yndislegur. Það er sko ekki gefið að eiga alltaf svona góða að. Þurfum að byðja fyrir því
Guðs blessun og kærar kveðjur,
Bryndís.
Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.