1.8.2007 | 19:54
Allt á fullu...
... á þessu heimili í undirbúningi fyrir verslunarmannahelgina. Held að við verðum bara að pakka öllu innbúinu í bílinn því veðurspáin er svo óákveðin... Við erum á leið á Kotmót - höfum ekki farið síðastliðin 2 ár svo það er kominn tími til - Litla dísin okkar að fara á barnamót í fyrsta sinn. Hún þekkir Jesú Krist eftir tvö ár í sunnudagaskóla og nokkur slög í hausinn með biblíunni frá foreldrunum Fyrsta lagið sem hún lærði var "dúbbobei"... og endilega getið nú hvaða lag það er.... ha/ha.
Við verðum í smáhýsi fyrstu nóttina svo við verðum seif fyrir rigningunni þá nótt. Næsta nótt er óráðin en búumst við að verða í tjaldi (ok ég játa það bara ég er ekki lengur þessi tjaldtýpa...) Síðustu nóttina vorum við búin að panta herbergi á gistiheimili en ég býst við að við förum bara heim á sunnudagskvöldið því ég er að byrja að vinna eftir sumarfríið á þriðjudaginn. Vil nota mánudaginn til að bora aðeins meira í nefið og gera ekki neitt... Je, ræt! Heldur þvo þvott, undirbúa barnið fyrir leikskólann, laga til, ganga frá matarílátum frá helginni, þvo meiri þvott og fleiri svona skemmtilegir hlutir sem við húsmæður erum svo duglegar að velja fram yfir gott bor í nefið!
Ég játa það að mig langar ekkert að fara að vinna strax. Það hefur ekkert með vinnuna mína að gera heldur það að mig langar svo til að eiga lengra frí... hver vill það ekki. Síðastliðin þrjú sumur hef ég átt allt sumarið frí því ég var jú í skólanum... en sú sæla er búin og endurgreiðsla á námslánunum tekin við... verð að vinna fyrir nokkrum aurum... Væri nú samt alveg til í að bankinn minn sem kom svo rosalega vel út úr síðasta ári gæfi mér upp skuldir mínar (líkt og hægt er að gefa upp sakir...) og legði eins og míkróprósent af hagnaði sl. árs inn á reikninginn minn. Ætla að panta tíma hjá mr. bankman í fyrramálið
Athugasemdir
Hei! Ég veit: Djúp og breið! hí hí...
Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2007 kl. 20:49
Annars... góða skemmtun um verslunarmannahelgina.
Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.