Búin að vinna...

...í tvo daga eftir sumarfrí og er alveg búin á því. Var greinilega í allt of litlu aksjón í fríinu og orðin sófavön líkt og kettir verða kassavanir... Við erum á fullu að undirbúa veturinn á deildinni sem ég stýri í vinnunni. Ég hef bestu samstarfskonu í heimi! Hún er frá Hollandi og er lærður þroskaþjálfi þar í landi. Við erum ótrúlega samstíga í því sem við viljum gera og stundum þegar ég kem með hugmynd og þá er hún akkúrat að hugsa það sama og svo öfugt. Það er gaman að vinna þegar fólk er svona samhent. Síðasta vetur var markmiðið á staðnum að lækka stressstuðulinn og vinna með kvíðavaldandi þætti hjá ungmennunum okkar. Það tókst mjög vel og nú vil ég í vetur vinna að því að lækka stressstuðulinn hjá okkur starfsfólkinu. Það gerist eingöngu með góðum undirbúningi og góðu upplýsingaflæði og því erum við nú þegar farnar að undirbúa veturinn. Við erum meira að segja farnar að hugsa fyrir jólunum... Og það sem meira er þá erum við aðeins farnar að pæla í páskunum Undecided.

Annars gengur lífið sinn vanagang hér heimavið. Gústi að vinna klukkutíma lengur þessa vikuna vegna frídagsins á mánudaginn og Rebekka byrjuð aftur í leikskólanum. Hún var barasta glöð með að hitta vini sína aftur, þá sérstaklega Helga Fannar og í dag fór hún meira að segja heim með Helga (voða sport). Okkur foreldrunum var svo boðið í kaffi þegar ná átti í dömuna og losnuðu þau ekki við okkur fyrr en undir kvöldmat. Reyndar fórum við Silla í smá skrappleiðangur og sátum svo úti á bílastæði heima hjá henni í næstum klukkutíma og kjöftuðum (stolin stund...Whistling). Mjög notalegt fyrir þreyttar húsmæður... Ég var annars mest hrædd um að hún myndi missa vatnið í bílinn hjá mér en hún var sett sl. mánudag... En allt kom fyrir ekki og lille jenta er ekki enn komin í heiminn. Rebekku finnst mjög merkilegt að Silla skuli vera með barn í maganum og núna gengur hún um allt og segist einu sinni hafa haft litla bróður sinn og litlu systur sína í maganum sínum! Okei okkur fannst nóg um að hún skildi vera búin að búa sér til systkini EN að hún hafi haft þau í maganum!!! Hvað kemur eiginlega næst hjá frökeninni?!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð,

Þetta er nú meiri snilldin þessi blogg öllsömul. Ég datt rataði inn á þetta blogg í leit að Gústa, en sá á hans bloggi að hann væri nú ekki sá duglegasti að blogga svo mér fannst traustara að skella þessu hér inn. Gústi er nebblega á lista sem ég fékk í gær þar sem að ekki hefur náðst í hann vegna 20 ára gagnfræðingarejúníons sem halda á 1. sept. nk.  Endilega biddann að senda póst á birnaagustar@hotmail.com til að hægt sé að senda honum upplýsingar.

 Kv. Linda

Linda Óladóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband