Svona á lífið að vera!

Það sem við erum búin að hafa það hryllilega gott í dag. Litla Rós vaknaði upp úr 8 og fórum við mæðgur á fætur og leyfðum pabba að lúra aðeins lengur. Þegar leið á morguninn skiptum við Gústi um hlutverk og var ekki farið almennilega á ról hér á bæ fyrr en um 2 leytið! Oh, hvað það var notalegt að lúra, lesa, spjalla og lúra meira... allt nema þegar hoppað var ofan á mann... MAMMA!!! Eftir þvott og sjæn röltum við yfir í næsta hús og kíktum á nýja barnið hjá Sillu og Filla. Litla daman var svo "dæd" og rifjaði það upp ýmsar minningar að sjá hana... Það heyrðist sko bara "kling - kling" í Gústa...

Eftir hlaðborð af veitingum hjá þeim hjónum skruppum við í bíltúr. Mikið er nú fallegt í Úlfarsárdalnum og við Hafravatnið. Keyrðum svo hálfa leið upp að Nesjavöllum en snérum við og skruppum í "leyndóberjamóinn" okkar. Skönnuðum aðeins landið þar og ætlum að fara að taka nokkra túra í berjamó. Týndum smá sem við ætlum að hafa með ís og rjóma í kvöld Grin. Ég er svo glöð að eiga mann sem deilir með mér innilegri aðdáum á berjum...

Vorum að enda við að borða hálfgerðan jólamat og nú er bara að koma rósinni niður. Á morgun er svo áætlað að skreppa í Ölverið og taka smá skurk í sumarbústaðnum. Gústi á eftir að klára að mála stofuna og pabbi ætlar að kenna mér að flísaleggja inn á baði. Svo vantar bara að setja gólflistana í herbergin til að hægt sé að fara að raða inn húsgögnum þar. Get ekki beðið eftir að sofa fyrstu nóttina mína í sveitinni...

Er annars að undirbúa húsmæðraorlof að fyrirmynd Kötu og Óskar... Ég og Snjólaug frænka erum á leið í bústað saman síðustu helgina í ágúst og verður bíllinn pakkaður með föndurdóti, geisladiskum með öllum gömlu lögunum og fullt af góðum mat! Get ekki beðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband