Fyrir nokkrum árum...

... hefði mér aldrei komið til hugar að einhver ætti eftir að eiga mig með húð og hári 100% og ég kæmi litlum vörnum við. Það eru svolítið breyttir tímar hjá mér þar sem ég var nú búin að vera "svo til ein" til 25 ára aldurs og gat gert akkurat það sem mér datt í hug og langaði til. Núna snýr maður sér ekki við án þess að íhuga þarfir annars einstaklings fyrst! Okkar yndislega dóttir. Hvað get ég sagt?! Hún er dýrmætari en nokkur gimsteinn og maður mundi vaða eld og brennistein fyrir hana. Núna liggur hún inni í rúmi og grætur því hún vill ekki fara að sofa. Gústi tók að sér svæfinguna í kvöld því mig langaði aðeins að sinna áhugamáli mínu... en ég get ekkert gert því ég næ einhvern veginn ekki að einbeita mér með hana grenjandi inni... þó svo ég viti af pabba hennar inni hjá henni... Maður er nú létt klikk...

Í dag fór hún á aðra deild á leikskólanum hennar. Þau voru nokkur sem fluttust yfir svo yngri börn kæmust að á gömlu deildinni. Ég átti svo gott samtal við deildarstjórann í dag að ég er rólegri núna yfir að skilja Rósina mína eftir á leikskólanum en ég hef verið allt þetta tæplega ár sem hún er búin að vera þar. Áherslurnar á nýju deildinni eru allt aðrar en á gömlu og allt öðruvísi haldið á hlutunum. Á gömlu deildinni var t.d. bara einu sinni farið út með börnin alla síðustu viku!! Og sl. vetur vorum við foreldrarnir í því að kvarta yfir því að það væri ekki farið úr nema ca. 4 sinnum í mánuði! Svo er verið að tala um að börn nenni ekki að leika sér úti, séu of feit, liggi yfir sjónvarpinu o.s.frv. Ég horfi alla fram á breytingar að þessu leiti og mörgu öðru sem ég ætla ekkert að fara að tíunda hér svo sem.

Ýmislegt framundan. Afmælispartý hjá Alís og Erlu, gaggahittingur hjá Gústa fyrir norðan, húsmæðrahelgarorlof, brúðkaup hjá hálfbróður Gústa og fleira. Áður en maður veit af verða komin jól!

Skrapp aðeins í ber í dag með Rebekku. Hún borðaði allt sem hún týndi jafnóðum og svo þegar átti að fara aftur í bílinn varð hún alveg ómöguleg því hún var ekki með nein ber í fötunni sinni!! Dahh! Ok, týndum 20 ber sem hún mátti ekki snerta á fyrr en hún væri spennt í bílinn og það var virkilega erfitt... mamma, má ég fá eitt? en núna? en núna?

Jæja, komin ró í svefnherberginu og ætla að sjá hvort ég komi ekki einhverju í verk...

Til ykkar sem fóruð að humma ..."þegar fékk ég gítarinn"... SORRY


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hellú...órtúlegt að fara bara með börn á þessum aldri út bara 4 x í mán..

vonandi fær Rósin meira súrefni í vetur.

kv. Erla 

Erla (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Hæ Anna Valdís  Gaman að rekast á þig hér á moggablogginu. Hafið það sem allra allra best Stórt knús

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 16.8.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband