16.8.2007 | 17:17
Ótrúlega næs...
... að heyra í manninum og dótturinni laga til inn í herberginu hennar. Mér líður bara eins og prinsessu . Nei, nei ég er nú búin að þrífa baðherbergið hátt og lágt svo þau eru nú ekki í neinum þrælabúðum hjá mér þar sem ég sit á sófanum og blogga og þau sjá um þrifin...
Í fyrsta sinn á ævinni finn ég fyrir kvíða fyrir vetrinum! Mér hefur alltaf fundist haustið svo sjarmerandi, byrjað að föndra fyrir jólin í september, farið í ber og gert þessi svona venjulegu haustverk. En núna er ég einhvern veginn í algjöru óstuði (nenni reyndar alltaf í ber...). Ég fæ bara smá hnút í magann yfir því að fram undan séu kaldir og dimmir mánuðir. Ég veit ekki alveg hvað er um að vera en ég hlýt nú að komast yfir þetta. Alla vega líður tíminn án þess að ég fái nokkuð um það sagt.... Kannski er bara kominn tími á að familí Böðvarsson flytji til heitari landa?!! Who knows...
Annars, veit einhver hvernig þessar 48 klst dvd myndir virka sem maður getur keypt og þarf aldrei að skila eins og auglýst er? Rebekka fékk eina svona mynd og nú eru liðnir 96 klukkutímar og diskurinn þrælvirkar ennþá...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.