Menningarnótt...

Ég hef akkúrat ekkert um menningarnótt að segja en datt engin önnur fyrirsögn í hug.... Við höfum haldið okkur í úthverfum borgarinnar í dag en Gústi minn var nú reyndar að fara niður á Miklatún áðan því "þar sem það eru tónleikar, þar er Gústi" Grin. Annars hefur dagurinn liðið í rólegheitum, skruppum í vöfflur til mömmu og Steindórs. Þar voru líka Rósa systir, Svenni og Daníel. Rebekka og Daníel fóru strax út að leika sér, hann er mjög duglegur að nenna alltaf að leika við hana enda er hann algjörlega Idolið hennar! Það eina sem hana langaði að gera í morgun var að "fara í fótbolta með Daníel". Litla fótboltastelpan okkar, hún á framtíðina fyrir sér í boltanum...

Svo kíkti pabbi í heimsókn, var í borginni ótrúlegt en satt. Ég held stundum að hann sé fluttur upp í Borgarfjörð - hann er að vinna þar eins og er. Við vorum að leggja línurnar með áframhaldandi vinnu í bústaðnum. Vorum að ákveða hvaða parket á að fara á stofuna og hvað þarf að gera fyrir veturinn svo ekki frjósi í neinum lögnum og því um líkt. Gústi á eftir 2 vikur í sumarfríi (sem hann fær ekki fyrr en í október ca.......) og þá verður væntanlega unnið á fullu uppfrá. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa eignast þennan bústað því við eigum oft eftir að fara þangað til að slappa af og hafa það gott!

Við Rebekka liggjum saman á sófanum að horfa á Rauðhettu á 48 klst dvd. Þessari sem er núna búin að endast í 6 daga?! Erum ekki alveg að skilja þetta en mér er alveg sama því þetta er frábær útfærsla á ævintýrinu, flott raddsetning og flott tónlist...

Var í svaka partýi í gær, afmæli Alísar og Erlu. Mjög gaman með fullt af flottum kvennsum og frábærum veitingum. Ég fékk nokkur hlátursköst og átti nokkur komment sem féllu í misjafnan farveg (hugsa nú samt að mikill meirihluti hafi náð pojntinu í djókinu). Ég sá að ekki voru alveg allir að fíla húmorinn minn en "who cares" því ég skemmti mér vel og aumingja þeir sem taka sjálfa sig svo hátíðlega að ekki er einu sinni hægt að hlægja að 5aurabröndurum í stelpupartýi! Ég hélt að stelpupartý væru einmitt til þess! Er ég kannski að misskilja eitthvað??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband