Það er aldeilis slegið um sig núna.

Borga leikskólastarfsfólki rest af fjárhagsáætlun sem smá bætur fyrir allt álagið sl. ár og svo á núna að fara að styrkja fólk til að stunda atvinnu. Ok, þetta er mitt álit EN frístundaheimilin eru ekki að gera sig og hafa aldrei gert. (Bendi á að ég hef starfsreynslu úr grunnskóla og úr félagsþjónustu og er tómstunda- og félagsmálafræðingur svo ég veit aðeins hvað ég er að tala um...)

Strax í öðrum bekk (fyrir rúmlega 20 árum síðan) var ég í skólanum frá 8:00 til 16:30 (innifaldar ferðir til og frá heimili). Þó ég segi sjálf frá þá kom ég nú bara nokkuð eðlileg úr þessari skólagöngu minni. Á móti naut maður lengri jóla,- páska- og sumarfría í faðmi fjölskyldunnar. Eldri systkini mín voru á heimavist svo þau komu ekki heim nema 2 daga í viku, og þau eru líka nokkuð eðlileg... Hvernig væri nú bara að fara aftur í gamla kerfið og allir vinna vinnuna sína eins og fólk, fá borgað almennilega fyrir og allt þetta vesen er úr sögunni?

Svo mætti fara að borga okkur sem vinnum með fötluðum einhverjar aukakrónur líka! Sem væru þó ekki "aukakrónur" því við erum engan veginn að fá borgað í samræmi við það vinnuframlag sem við veitum. Á hverjum degi hagnast ríkið á okkur um margar krónur og við látum bjóða okkur það eingöngu vegna þess að þeir einstaklingar sem við vinnum með hafa ratað inn í hjarta okkar, búið um sig þar og við viljum vera með þeim og veita þeim þjónustu! By the way þá eru lausar 2 stöður á mínum vinnustað frá 1. sept...... Einhver með STÓRT hjarta og getur lifað á LITLU?


mbl.is Kanna á með námsstyrki til námsmanna sem vinna á frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það mætti kannski líka hækka laun kennara - sem eru einmitt núna með talsvert lægri laun en leikskólastarfsmenn. Til að fá þá peninga mætti kannski skoða að lækka eða leggja niður framlög til áhugamála fólks, t.d. íþrótta.

Ingvar Valgeirsson, 20.8.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Ok, sem tómstunda- og félagsmálafræðingur get ég ekki verið alveg sammála því að leggja eigi niður framlög til áhugamála fólks. En það mætti sko alveg spara á öðrum stöðum fyrir launum... T.d. nefndi einn hlustandi Reykjavíkur síðdegis hvort ekki mætti stoppa Ingibjörgu Sólrúnu í því að lofa styrkjum um hvippinn og hvappinn út í heimi og nota peningana frekar hér heima! Það finnst mér t.d. mjög góð hugmynd. Ekki það að Ingibjörg Sólrún má fyrir mér vera um hvippinn og hvappinn út í heimi og helst ekkert koma heim aftur...

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 20.8.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband