Önderkover blús!

Sit og er að horfa á 3 lbs og er búin að vera að spá í hvað grínmyndin heitir sem annar aðalleikarinn í þessum þætti lék í fyrir mörgum árum og mér fannst ótrúlega fyndin... Well, ég gúgglaði Kathleen Turner sem einnig lék í myndinni og fann hana! Hún heitir Undercover Blues og þessi leikari lék persónu að nafni Muerte. Ég og Þorgils bróðir erum enn að vitna í þessa mynd af og til og ég segi aftur, hún er svo fyndin að ég horfði á hana mörgum sinnum á sínum tíma. Dennis Quaid lék líka í henni sem eyðilagði nú ekki fyrir. Eins gott að einhver videóleigan eigi hana því ég verð að fara að sjá hana aftur!

Var annars í dag að "snúa" stofunni meðan Gústi var að spila með Samhjálparbandinu í Fíladelfíu. Ég fæ stundum svona þörf fyrir breytingar og þá bara framkvæmi ég þær... annars vorum við nú búin að tala um að gera þetta fyrir löngu. Ég er mun sáttari við stofuna núna og þá er bara að fara að koma öllum aukahúsgögnunum hérna upp í bústað...

Rebekka er búin að vera svolítið ólík sjálfri sér í dag. Sofnaði í smástund í dag og vaknaði bara voða fúl eitthvað. Vona að hún sé ekki að verða lasin... það byrjar oft svona hjá henni. Annars er hún á fullu í sjálfstæðisbaráttunni sinni og vill helst gera allt sjálf, hvort sem það er að elda mat, setja í þvottavél eða þrífa. Hún er búin að vera um allt hús með glerfægilög og tusku og verður bara hundfúl ef maður er eitthvað að setja ofan í við hana... Það væri gaman að vita hvort hún verður svona viljug með tuskuna þegar hún kemst á unglingsárin InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband