Styttist óðum...

... í langþráð húsmæðraorlof. Það hefst á morgun og er ég búin að vera að þvo þvott, strauja og gera allt tilbúið til að geta yfirgefið heimilið í tvo sólarhringa Undecided. Þ.e. gera allt fínt svo Gústi minn þurfi ekkert að hafa fyrir hlutunum um helgina. Ég er meira að segja búin að elda svo hann geti bara hitað upp matinn. Og ef einhver ætlar að kommenta á að hann geti nú alveg gert þetta sjálfur þá hefur hann nú ekkert verið að biðja mig um þetta... Ég er bara að fara í svona húsmæðraorlof í fyrsta skipti og hef ekki samvisku í annað... InLove

Rebekka mín er svo yndisleg. Hún er farin að sofna eldsnemma á kvöldin enda enginn dúr í leikskólanum á daginn. Maður veit varla hvað maður á að gera af sér eftir að hún er sofnuð því maður er bara ekki vanur þessum lúxus. Svo er þetta bleyjustand hætt þegar gera á nr2. Hún sko neitaði alfarið að gera nr2 í klósett en nú er þetta bara allt farið að ganga svo á þessu heimili verða ekki keyptar bleyjur í bráð. Uppáhaldið hennar þessa dagana er playmó eða "kleymó" eins og hún kallar það (mér finnst það alltaf jafn fyndið). Hún getur setið tímunum saman og dundað sér. Annars dreymir hana núna um kafarabúning... mér finnst það svona heldur snemmt að fara að stunda köfun 3ja ára gömul. Ætli við förum ekki bara með hana á sundnámskeið í vetur...

Bakið aðeins betra í dag. Fór í vinnuna í morgun og fékk smá nudd og cranio hjá yfirþroskaþjálfanum okkar. Mér leið mun betur eftir það. Plata hana kannski aftur á morgun að krunka í mig...

Hitti nýja forstöðuþroskaþjálfann í vinnunni í dag. Lýst vel á hana. Trúuð kona og það skemmir nú ekki fyrir Wink. Við eigum sameiginlegan vin sem er hann Gunni trommari. Gaman að því.

Mamma og Steindór eru að fara til Tyrklands á morgun í 3 vikur!! Mér finnst það alltof langt mín vegna en frábært þeirra vegna. Vona bara að þau skemmti sér vel og komi brún og sæl til baka.

 - - - - - - - - - - -

Mikið fannst mér sorglegt í dag að lesa um andlát Tjörva Freys Freyssonar Friðrikssonar harmonikkuleikara í Samhjálp. Mann setur hljóðan við svona fréttir. Gústi tók þátt í styrktartónleikum til styrktar fjölskyldunni í fyrra og eftir það er maður búinn að vera að fylgjast með gangi mála á netinu. Þessi fjölskylda á virðingu mína alla og votta ég þeim öllum mína innilegustu samúð. Ég bið Guð um að veita þeim styrk til að halda áfram. Ég bið líka Guð um að styrkja Friðrik á þessum erfiðu tímum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband