26.8.2007 | 20:31
Dásamleg helgi...
... að baki . Við Gústi vorum einmitt að tala um það áðan að maður þarf eiginlega bara að hafa það ömurlegt um helgar því þá er svo gaman að fara aftur að vinna á mánudegi......... Við eigum hins vegar oftast alveg hreint frábærar helgar og njótum þeirra til hins ítrasta - þess vegna er alltaf erfitt fyrir okkur að fara aftur til vinnu...
Alla vega - aðeins frá helginni. Við Snjólaug frænka keyrðum sem leið lá upp í Svignaskarð sl. föstudag í húsmæðraorlofið okkar (með smá montviðkomu í Ölver (já það er skrifað svona)). Vorum komnar þangað um kvöldmat, hituðum okkur smá snæðing og fórum svo í pottinn! Horfðum svo á Miss Potter á dvd og kúrðum okkur svo á sófanum og töluðum um allt milli himins og jarðar fram undir miðnætti. Þreyttar mæður fóru þá í háttinn, lásu hálfa blaðsíðu í góðri bók og steinsofnuðu útfrá því.
Laugardagurinn var alveg jafn notalegur. Fórum tvisvar eða þrisvar í pottinn, borðuðum, horfðum á Dirty Dancing á dvd, lásum, töluðum og töluðum og töluðum! Um kvöldið horfðum við á tvær bíómyndir á rúv! Já, á rúv! Það voru My big, fat greek wedding og The Outoftowners. Svo var talað og talað og talað! Fórum að sofa um 1leytið eftir að hafa myrt nokkrar köngulær Veðrið var dásamlegt þennan dag en það var eins og himnarnir opnuðust um nóttina. Ég hélt hreinlega að við þyrftum árabát til að komast aftur í bæinn í dag...
Í morgun var svo talað enn meira og farið enn einu sinni í pottinn. Við fórum að taka saman um hádegi, þrífa og svona og vorum lagðar af stað heim á leið um 2leytið. Ég segi fyrir mig að ég var gjörsamlega úthvíld og búin að tala meira en ég hef gert lengi!! Ekki síðan í grunnskóla held ég, þegar við Snjólaug vorum að gista hjá hvor annarri og töluðum við þá mest um stráka... skrítið... Við tölum mest um stráka enn í dag en bara tvo... okkar heittelskuðu Gústa og Fúsa. Þið eruð bestir!!!
Þegar heim kom voru Gústi og Rebekka Rós í grasagarðinum en komu fljótlega að hitta mig . Við fórum svo í Fíladelfíu á samkomu og ég og Rebekka fórum í barnastarfið. Rebekka vissi ekki af mér fyrst inni í salnum í barnastarfinu og það var svo gaman að sjá hversu hún naut sín, var að taka þátt og var alls ekki feimin. Um leið og hún sá að ég var enn til staðar kom hún og vildi sitja hjá mér... En hún var voða glöð með þetta og hlakkar til að fara aftur. Við fórum svo á McDonalds og fengum okkur bráðhollan kvöldmat... Nú sitjum við hjónin með sitthvora fartölvuna og bloggum, Gústi að skrifa inn á Hljóðafl og ég að rembast við að tjá mig hér...
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra helgi,, þetta var akkurat það sem við þurftum :)
... er svo ekki bara aftur að sama tíma að ári ,, híhí
kv hinn kóngulóamorðinginn
Snjólaug María Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:44
Nákvæmlega!! Eða bara um næstu helgi ha/ha
Þá myndum við kannski ná að útrýma köngulóm í Borgarfirði!!
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 26.8.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.