Berjaski..

Jæja, þá er maður orðinn fjólublár af berjaáti og kominn með vindverki í magann... Við fjölskyldan borðuðum kvöldmatinn snemma í dag og skruppum svo í ber. Ég og Rebekka tíndum krækiber og Gústi sá um bláberin. Greinilegt að það er að komast í tísku hér fyrir sunnun að fara í ber. Þegar við vorum að fara í ber í fyrra og hitteðfyrra sást varla hræða í berjamó (þar sem við erum vön að fara) og nóg af berjum fyrir okkur. Núna er fólk upp um alla hóla að tína ber og það er ekki nóg handa öllum! Við komum þarna fyrst... Angry. Ég held að þetta kalli á eina ferð upp í Borgarfjörð þar sem við höfum aðgang að góðum berjasvæðum enda finnst mér á krækiberjunum að það sé farið að kólna ískyggilega á næturnar hér sunnan heiða. Bláberin eru ennþá fín, virðast þola kuldann betur.

Rebekkan er alltaf jafn yndisleg. Í dag fékk hún "klaymó" í verðlaun fyrir frábæra frammistöðu á wc-inu. Hún er algjör playmó aðdáandi og fékk hún lítinn skemmtibát með alls konar fylgihlutum og mömmu með litla barnið sitt í burðarrúmi. Veit samt varla hvort skemmti sér betur dóttirin eða pabbinn Wink. Ég sá líka alveg rosalega flottan leikvöll í playmóinu sem mig langar að kaupa handa henni næst þegar við viljum verðlauna hana... Þegar líður að jólum og afmæli prinsessunnar mega vinir og ættingjar alveg hafa þetta áhugamál hennar í huga...

Rebekka varð voða fúl í dag þegar pabbi hennar koma að sækja hana á leikskólann, stóð föst á því að mamma ætti að sækja í dag! En þegar pabbi sýndi henni að hann hafði tekið hjólið hennar með að sækja hana hvarf nú fýlan fljótt og hún brunaði um hálft Grafarholtið á hjólinu... Þegar heim var komið var svo pabbi dreginn út í garð með fótboltann... Sú stutta fer að æfa fótbolta um leið og hún hefur aldur til... Hún er þrusuflínk með boltann.DSC05513


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ, fyndið þetta með kleymóið, Helga mín sagði líka alltf kleymó !!

En þau læra að tala sem betur fer..kv. Erla  

Erla (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband