30.8.2007 | 21:31
Jæja nú er ég...
fúl . Ég var búin að ákveða að skrá mig á námskeið hjá Háskólanum á Bifröst sem á að hefjast í janúar n.k. en á heimasíðunni þeirra stóð hvergi hvenær umsóknarfrestur rynni út. Well, núna er búið að loka fyrir umsóknir vegna mikillar aðsóknar! og ég er ekki búin að sækja um. Þetta finnst mér nú ekki sanngjarnt því ég hefði að sjálfsögðu verið löngu búin að skrá mig ef það hefði verið einhver umsóknarfrestur!!! Alla vega, ég er búin að senda e-mail þar sem ég skýri frá þessum vonbrigðum mínum...
Annars er lífið allt í sínum skorðum. Rebekka Rós sagði mér í morgun að býflugurnar hjálpa blómunum að vaxa (eru sem sagt ekki bara í því að stinga fólk) og svo bjargaði hún ánamaðki í dag. Það var stelpuánamaðkur og þegar hún ætlaði að leyfa ánamaðkinum að sofa í rúminu sínu í nótt sannfærði pabbi hennar hana um að ánamaðkamamma yrði sorgmædd að fá ekki stelpuna sína heim svo henni var sleppt í grasið... Skemmtilegt þetta...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.