1.9.2007 | 10:58
Alltaf nóg...
... að gera á þessu heimili. Þó erum við nú ekki duglegust að taka þátt í öllu því sem í boði er... En nú erum við að reyna að gera betrumbætur þar á. Vorum sem sagt í afmæli í gærkvöldi, Rakel Eva systurdóttir Gústa átti það. Á morgun er afmæli þar sem Ari Þröstur systursonur Gústa verður 3ja ára. Svo er á næstunni brúðkaup hjá bróður hjá Gústa og svo á pabbi hans Gústa stórafmæli í mánuðinum. Já, aldrei þessu vant er það fjölskyldan hans Gústa sem heldur okkur við efnið, yfirleitt er það mín fjölskylda svo þetta er góð tilbreyting. (Svolítið oft "Gústa" í þessari færslu ).
Svo er næsta vika voða mikið bókuð. Gústi að æfa fyrir brúðkaup Adda á mánudagskvöldið, Gústi á starfsmannafundi á Lindinni á þriðjudagskvöldið, ég á starfsmannafundi í Gylfaflöt á fimmtudagseftirmiðdag og Gústi að spila í Samhjálp á fimmtudagskvöldið... Þarnæsta vika - stjórnarfundur í húsfélaginu hjá mér, saumó hjá mér á miðvikudagskvöldið og Gústi í Samjálp á fimmtudagskvöldinu. Er það nema von að maður sé stundum þreyttur??
Erum á leiðinni upp í bústað að taka aðeins til hendinni. Bústaðurinn er kominn inn í fasteignamatið og er á byggingarstigi 5 (sem sagt ekki fullbúinn, held að byggingarstig 6 sé fullbúinn). Eigum eftir að gera ýmislegt áður en fasteignamatið verður kallað til í lokamat. En góðir hlutir gerast hægt
Jæja, komin röðin að mér í sturtunni... og allir farnir að bíða eftir að komast upp í bústað...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.