2.9.2007 | 19:07
Það er ekki nema von...
... að fólk sé ekki að nota strætó í höfuðborginni oftar en nauðsynlega þarf. Svo var í dag að ég ákvað að taka strætó með henni Rebekku minni úr Seljahverfi heim í Grafarholtið. Við fórum á stoppistöð sem hét Engjasel og biðum ekki nema í um 10 mínútur eftir að strætóinn kom. Mín var mjög spennt enda ekki oft sem við ferðumst með þessum gulu antíkmunum. Við fórum svo úr í Ártúninu með skiptimiða í hönd og ætluðum að taka leið 18 heim í holtið. Well, við fórum upp á stoppistöðina á Vesturlandsveginum og viti menn... 40 mínútur í næsta vagn!!!! Það er nefnilega sunnudagur og bara einn vagn á klukkutíma... Nú voru góð ráð dýr. Ég hringdi í örvæntingu í Rósu systir enda býr hún í Árbænum og plataði hana til að sækja okkur í Ártúnið. Þessi ferð okkar endaði svo alls ekki í Grafarholti heldur í berjamó með Rósu, Daníel, Benedikt, Söndru, Ingvar Snæ og Leu Mjöll. Ekki alveg planið... en ofsalega gaman og Rebekka skemmti sér stórvel með "strákunum sínum". Okkur var svo skutlað heim á gylltum Avensis um hálf 7 í kvöld sem var örugglega mikið þægilegra en strætó.
En í dag erum við mæðgur nú búnar að afreka ýmislegt. Byrjuðum morguninn hjá Helga Fannari í heimabakaðri skúffuköku og muffins. Fórum svo í 3ja ára afmæli til Ara Þrastar þar sem við hittum alla föðurfjölskyldu Gústa. Gústi var fjarri góðu gamni því hann fór upp í Ölver að mála. Betra að gera það "barnlaus" því málning virðist alltaf rata í fatnað barna þó svo þau komi ekki nálægt henni .
Eftir strætóævintýrið fórum við reyndar með Rósu í Europris og fjárfestum þar í nýjum stígvélum og regngalla handa Rebekku. Hún er nánast vaxin upp úr fína 66°N gallanum og komin tvö göt á stígvélin hennar. Ég hef hingað til haft visst merkjasnobb gagnvart útifatnaði á dóttur mína og eyddi rúmlega 30.000 kr í útigalla, regnföt og kuldaskó handa henni sl. haust. En ég er blessunarlega læknuð af þessu snobbi og finnst reyndar þessi regngalli sem ég keypti handa henni í Europris á 3.ooo kr mikið praktískari en fíni 8.ooo kr. regngallinn úr 66....... Hann er td. fóðraður með flís og bíður upp á fleiri "stækkunarmöguleika". Merkileg frásögn ekki satt?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.