Þið hefðuð ekki viljað sjá okkur í nótt...

Mikið finnst mér þessi rigning þreytandi og ekki bætir vindurinn úr. Við hjónakornin urðum að rífa okkur upp kl. 1 í nótt og týna allt inn af svölunum hjá okkur. Frekar kalt á slopp og inniskóm og örugglega hörmuleg sjón. En dótinu var bjargað og við gátum sofnað róleg... Sleeping.

Við erum búin að sjá eintak af bíl sem okkur langar í. Fyrir tilviljun rakst ég á auglýsingu með honum og það var meira að segja liturinn sem okkur langar í... Þessi bíll er ekki ekinn nema 30.000 km og er sjálfskiptur. Segi ekki meir... En við erum alveg á  báðum áttum hvort við eigum að fara út í bílakaup því bíllinn okkar flaug í gegnum skoðun síðast og er í ágætu standi þannig séð. Hann er auðvitað gamall, mikið keyrður, eitt og annað á næstsíðasta snúning og smá "heimatilbúin skreyting" framan á honum Wink þannig að það er alveg spurning hvort maður á nokkuð að sinna þessum hégóma. Við erum náttúrulega að leggja mikið í bústaðinn núna svo buddan er rír eins og er. Vorum reyndar að fá verðmat á bústaðinn í dag og hann er metinn á 12,3 milljónir eins og hann er! Við erum mjög ánægð með það miðað við að hann er ekki einu sinni fullbúinn og eftir að gera allt útivið, þ.e. pall og svoleiðis. Við höfum aldrei átt nokkuð svona dýrmætt á jarðneskan máta, þá meina ég ÁTT en ekki á lánum.

Frá og með næsta mánudegi er ég að fara að breyta aðeins vinnutímanum mínum. Ég ætla að prófa það í mánuð til að byrja með. Ég ætla sem sagt að byrja að vinna kl. 8:45 fjóra morgna í viku í stað 8:30 og vinna einum klukkutíma lengur á þriðjudögum í staðinn. Með þessu get ég farið að taka strætó í vinnuna og Gústi haft bílinn. (Ég veit að ég er að taka séns eftir strætóævintýri helgarinnar...) Þetta er þó liður í aukinni hreyfingu hjá mér því ég mun þurfa að ganga mikið meira en ég geri... Ég kem svo til með að nota þennan aukaklukkutíma á þriðjudögum til að vinna í heimasíðunni sem ég er að gera fyrir Gylfaflöt. Þá kemst kannski einhver skriður á hana...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ vinkona!

gaman að finna þig hérna..hvað segirðu?

getum við ekki hist bráðum..kaffihúsið er ennþá á sínum stað..:)

árný (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband