Við eigum snilling!

Í dag var ég með Rebekku okkar í 3ja og hálfs árs skoðun. Hún var látin taka alls konar próf, spurð spjörunum úr og látin hoppa, skoppa og skrítla. Hún stóð sig með stakri prýði og var m.a. töluvert langt yfir meðallagi í málþroska. Svo ég vitni nú í orð hjúkkunnar þá sagði hún að sér finndist hún vera glöð og kát stelpa, skemmtilegur karakter, skýr og dugleg. Það voru afskaplega glaðar mæðgur sem fóru heim frá heilsugæslunni í dag. Betra gerist það nú varla! Svo var hún líka yfir meðaltali í hæð... hún erfir það nú frá mér Smile.

Það var kökubasar í leikskólanum í dag og alltaf þegar kökubasar er þá fær Rebekka að velja sér köku. Well, hún velur alltaf eins kökur... skúffukökur með nammi ofan á. Þegar heim kom eftir skoðunina sofnaði ég smá stund og pabbi var að sjá um stelpuskottið á meðan. Hann var nú eitthvað niðursokkinn því áður en hann vissi af var búið að borða allt nammið ofan af kökunni og stóran part af kökunni sjálfri. Hann fattaði það þegar Rebekka sveiflaði sér í ljósakrónunni fyrir ofan borðstofuborðið, tók flikkflakk í loftinu og lennti ofan á honum í sófanum... nei, nei þetta er nú smá ýkt en stelpugreyið var í algjöru sykursjokki!! Það gerist nú ekki oft á þessu heimili því hún fær mest megnis ávexti og grænmeti á milli mála. Hún sofnaði nú þrátt fyrir þetta um 9 leytið eftir að hafa fengið djúpsteiktan fisk og franskar á Stælnum í kvöld.

Brúðkaup á sunnudag. Rebekka ætlar að vera hjá Rósu á meðan og svo eitthvað hjá Söndru. Þær verða að taka hana með sér á samkomu hjá vottum Jehova... því hún er á sama tíma... spurning hvort Rebekka syngji ekki bara "Að krossinum" fyrir fólkið Halo. Nei, nei það verður gaman fyrir hana að vera með Daníel, Benedikt, Ingvari Snæ og Leu Mjöll. Við njótum þess líka að vera barnlaus í smástund... Það er Addi hálfbróðir Gústa sem er að fara að giftast henni Lilju.

Heyrði aðeins í mömmu áðan. Þau Steindór eru enn á Marmaris. Þau voru að kvarta yfir kulda!!!! Bara 27 gráður kl. 21 að staðartíma!! Það er nú ekki alveg í lagi. En þau segja að það séu nú viðbrigði að fara úr 40 gráðum í 27 en verði þeim að góðu þegar þau koma heim LoL.

Sitjum hér hjónin að hlusta á U2. Frábær tónlist og gaman að hlusta á Miss Sarajevo til minningar um L. Pavarotti. Rómantíkin að fara með okkur eða þannig... Ég í tölvunni og Gústi að grúska í textabókum...

Gústi ætlar í málningarferð í Ölver á morgun svo við Rebekka verðum tvær heima ef einhverjum dettur í hug að kíkja á okkur... Bara þvottur og smá þrif á dagskránni og tvær kökur fyrir brúðkaupið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband