12.9.2007 | 19:11
Ævintýri vikunnar.
Jæja, þá er ég búin að taka strætó í vinnuna í tvo daga og keyra í einn... Þessa tvo daga sem ég tók strætó var hann fyrst 8 mínútum of seinn og svo 10 mínútum sem þýddi að ég var aðeins of sein í hús í vinnunni. Ég fékk nú engar skammir í hattinn fyrir það . Í dag fór ég á bílnum þar sem ég þurfti að fara á fund vegna vinnunnar niður í vogahverfi. Ég var frekar fegin að vera á bíl þar sem himnarnir ákváðu að opnast upp á gátt í dag.... En strætó aftur í fyrramálið...
Brúðkaupið sl. sunnudag var hið fínasta. Hér má sjá hjónakornin... Fengu mjög fallegt veður og umhverfið skartaði sínu fallegasta þennan dag. Þá er sextugs afmælið hans Böðvars næst á skemmtidagskránni...
Ég er búin að vera svolítið annars hugar síðustu daga þar sem smá veikindi hafa komið upp á ný hjá pabba. Við systurnar fórum með hann niður á spítala á laugardaginn og vorum þar nánast allan daginn. Hann var ekki lagður inn en fór til læknis aftur á mánudaginn sem breytti lyfjunum hjá honum og lagði honum aðeins lífsreglurnar. Þessi kynslóð fólks er alltof samviskusöm og er gjörsamlega búin að níðast á eigin líkama og sál með vinnu, álagi og aftur vinnu. En ég vona að pabbi fari nú að taka lífinu með meiri ró núna og hugsi betur um heilsuna.
Ég er nú eitthvað slöpp í dag og vona að ég sé ekki að verða veik. Hlýt að hressast við að skreppa í saumó í kvöld...
Athugasemdir
Já það er svo skrítið hvernig við Haukur höfum ekki lent í brúðkaupum í mörg ár, síðan komu þessi þrjú núna í lok sumars og haust. 2 stórafmæli auk nokkurra annarra afmæla og viðburða. Það er búið að vera reglulega gaman af öllum þessum brúðkaupum (ég er líka veik fyrir brúðarkjólum).
Það er hinsvegar búið að vera nóg að gera í tengslum við allt þetta. Síðan eru börnin byrjuð í skólanum og tómstundum og allt komið á fullt.
Vona að pabba þínum farið að heilsast betur.
Bryndís Böðvarsdóttir, 14.9.2007 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.