16.9.2007 | 09:54
Íþróttaálfurinn okkar lærir að hlýða...
Við fórum í íþróttaskólann í gær og nú er Rebekka orðin Frammari! Veit ekki alveg hvernig ég á að höndla það... er alltaf KA-ingur hvar sem ég er... Rebekka var ekkert til í að gera neitt í íþróttaskólanum fyrst um sinn. Við Gústi tókum okkur saman og hundsuðum fýluna í henni og létum sem við værum nemendur og hlýddum íþróttakennaranum í einu og öllu. Well, það svínvirkaði og mín vildi ólm líka vera með. Sem betur fer var ennþá bara boltaleikur meðan við tókum þátt, hefði ekki alveg boðið í að hlaupa um, sveifla mér í köðlum og klifra í grindum! Rebekka gerðist íþróttastelpa þarna á 5 mínútum og leysti allar þrautir með stæl, eins og henni er einni lagið!! Það verður bara að segjast eins og er að hún er með frábæran hreyfiþroska stelpan!
Í gær skruppum við svo til mömmu og Steindórs og fengum við þvílíku gjafirnar frá þeim úr úgglandinu. Rebekka fékk peysu, buxur og ÍÞRÓTTAskó og var þvílíkt ánægð! Gústi fékk rosa flottan bol og ég fékk hálsmen úr hvítagulli með demöntum. Þvílíkt flott! Við vorum nú samt mest ánægð með að vera búin að fá þau þeim... Smá eigingirni...
Mr. Bean í gærkvöldi ásamt heimabakaðri pizzu...
Athugasemdir
Yndisleg dama og falleg. Takk, Anna mín fyrir að hjálpa mér að búa til svo fábæra stelpu.
Ágúst Böðvarsson, 16.9.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.