Það er búið að taka mig langan tíma...

... að jafna mig á því að tölvan skyldi eyðileggja síðustu færslu en nú er ég hætt í fýlu og ætla að segja nokkur orð! Á þessu heimili er alltaf nóg að gera. Gústi búinn að vera í sumarfríi (ef sumarfrí skyldi kalla) og er nánast allan tímann búinn að vera uppí bústað að vinna. Duglegur!! Við Rebekka erum bara í okkar gömlu rútínu, leikskóli og vinna...

Ég er hætt að taka strætó! Í tvær vikur kom ég alltaf of seint í vinnuna og var strætó að meðaltali 10 mínútum of seinn á degi hverjum. Í tilefni af því að ég gaf frat í strætó fór Gústi og keypti handa mér nýjan bíl Wink. Við erum á ný orðin Toyota eigendur (nú verður Biggi glaður...) og vonumst til að fá jólagjöf frá Toyota í ár... Gamla súkkan er enn hér á planinu og bíður eftir að dittað verði að henni og svo verður hún seld... Höfum akkúrat ekkert með tvo bíla að gera! En ég er þvílíkt ánægð með Toyotuna og finnst hún nú töluvert "smúþðari" en súkkan.

Var á foreldrafundi í leikskólanum í gærkvöldi. Ég er alltaf ánægðari og ánægðari með deildina hennar Rebekku minnar enda góðar áherslur í gangi og flott starfsfólk. Rebekka er líka mjög ánægð. Hún er í söngstuði þessa dagana og það er svo skemmtilegt að hún er mjög lagviss (hefur það algjörlega frá pabba sínum) en er ekki eins góð í að muna texta (hefur það líka frá pabba sínumTounge) en hún býr bara nýja texta til jafnóðum. Hún er svo sniðug, stelpan mín... og flott og dugleg og falleg og flínk og góð og og og bara allt!!!

Framundan fullt að gera. Daníel og Benedikt ætla að gista hjá okkur annað kvöld, íþróttaskóli á laugardaginn, Mikael Björn búinn að panta gistingu svo hann verður kannski hjá okkur á laugardagskvöldið, sunnudagaskóli, barnakirkjan á sunnudaginn og svo langar mig í bíó með Rebekku mína. Spurning hvort við Gústi kúrum saman yfir eins og einni kvikmynd um helgina... Það er svo notalegt InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband