12.10.2007 | 21:28
Maður er nú þreyttur eftir vikuna...
Já, það verður nú að segjast alveg eins og er. Það vantar enn starfsfólk til okkar og það þarf ekki nema einn starfsmaður að verða veikur til að álagið í vinnunni aukist stórlega... En nú lítum við bjartari tíma því það byrjaði ný stúlka hjá okkur í morgun og svo eru tvær í sigtinu... Spennandi hvað kemur út úr því.
Annars er vikan búin að vera góð. Var á Volare kynningu á þriðjudag og eyddi mjög miklum peningum þar... en málið er bara að þetta eru mjög góðar vörur og alveg þess virði. Miðvikudagur og fimmtudagur liðu í venjulegheitum... Komið heim eftir vinnu, leikið við elsku dótturina, eldaður matur og dúllunni komið í svefn. Ásta Hjálmars kíkti aðeins á mig á miðvikudagskvöldið en við erum að vinna að mjög spennandi verkefni... kemur í ljós á fyrstu mánuðum næsta árs hvað við erum að gera . Gústi var að spila í Samhjálp í gærkvöldi svo ég slátraði einni þunnri bók á meðan... Í dag fórum við Rebekka og Daníel í bíó. Við fórum að sjá Brettin upp og mæli ég með henni fyrir alla. Hún var mjög skemmtileg og góður boðskapur í henni. Sem betur fer voru bara ca. 10 manns í bíó því hún Rebekka mín var með rakettu í rassinum... klifraði á stólunum, fór á milli sætaraða, hljóp um og hoppaði. Endaði að sjálfsögðu í smá fangelsi í fangi múttu, vælandi um að hún skildi nú vera kyrr... en það entist nú ekki lengi . Á leiðinni heim var hún samt alveg hörð á því að það hefði verið mjög gaman í bíó, þó svo hún hefði nú verið óþekk... Dahhhh! Ég bíð nú aðeins með að bjóða henni í bíó næst...
Kvöldið í kvöld: Heimabökuð pizza í kvöldmatnum, Gústi með ryksuguna á lofti, Rebekka að reyna að standa á haus á dýnu á gólfinu, ég að þvo þvott en núna sem stendur Gústi og Rebekka að syngja inni í herbergi...
Helgin verður vafalaust fín enda ýmislegt gott í boði. Íþróttaskóli í fyrramálið, nudd fyrir mig á Hótel Loftleiðum á morgun ásamt samstarfskonum mínum á deildinni minni, matur á Ítalíu eftir nuddið, sunnudagaskóli, barnakirkjan og heimboð...
Góða helgi!
Athugasemdir
Já, kannast við þetta. Ég minnist þess enn þegar ég fór í bíó með Rakelu á myndina "Leitin að Nemo" sem breyttist hjá mér í "Leitin að Rekel".
Hef sjaldan verið eins skelkuð. Hún bara hvarf í hléinu á meðan mamman borgaði fyrir poppkornið. En með hjálp starfsfólksins í Kringlubíó tókst mér að finna hana. Þá hafði hún laumað sér inn í rangan sal í hléinu og kippti sér ekkert upp við það, þótt það vantaði mömmu, stóra bróður og Nemó, fiskinn spræka sem hún hafði fyrir hlé verið að horfa á!
Bryndís Böðvarsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.