14.10.2007 | 21:32
Frábær helgi...
Úff, hvað maður er nú búinn að hafa það gott um helgina!! Gústi var reyndar uppi í bústað að vinna á föstudaginn og í gær en við Rebekka höfðum það nú bara næs á meðan. Í gærmorgun fórum við mæðgur ásamt Helga Fannari, besta vini Rebekku, í íþróttaskólann. Þar voru þau tvö næstum búin að ganga frá þeirri gömlu því þau voru svo snögg í gegnum allar þrautir og ég hlaupandi á eftir að passa upp á að enginn dytti, rækist á næsta eða færi fram fyrir í röðinni... En við komum nú heil út úr þessu, röltum heim og buðum Helga með. Ég vissi nú bara ekki af þeim tveimur og skrapp í tölvuna ásamt því að kíkja á restina af kvikmynd á rúv. Silla kom svo með hin börnin sín tvö og góðgæti úr bakaríi og við kjöftuðum langa lengi eða þar til ég varð að rjúka í nuddið á Hótel Loftleiðum...
Vá, hvað það var æðislegt og by the way mér finnst að SSR hefði nú alveg getað splæst þessu á okkur ha/ha. Við gellurnar komum þvílíkt endurnærðar út úr þessu kínverska nuddi og fórum beint á veitingastaðinn á hótelinu og fengum okkur frábæran kvöldverð. Við sátum til rúmlega 9 og spjölluðum um allt og ekkert en þá fór ég til mömmu og náði í dúlluna mína og við fórum heim að lulla.
Í dag fór Gústi með Rebekku í sunnudagaskólann meðan ég gleymdi mér yfir Viden om á rúv. Mjög fróðlegur þáttur um IL6 hormónið... Við hittumst svo í bakaríinu og fengum okkur hádegismat. Svo var pabbi sóttur og við drifum okkur upp í bústað. Rósa og strákarnir komu svo líka og við áttum góða stund í bústaðnum. Þegar komið var aftur í borgina skruppum við í heimsókn til Óla og Addýar. Við komum frekar seint heim svo við elduðum bara einfalt - sakk og hakketí - lærið er enn í ísskápnum og bíður eftir eldun...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.