Akureyrarkirkja syðri...

Já, það er svolítið fyndið að dóttir okkar virðist laða að sér vini á leikskólanum sem eru ættaðir að norðan. Hún kynntist Helga besta vini sínum þegar hún byrjaði á leikskólanum síðasta haust. Ég kannaðist strax við mömmu hans og jú, jú hún var í Menntaskólanum á Akureyri á sama tíma og ég og við erum jafngamlar. Síðan bættist Tinna í hópinn með þeim Helga og mamma hennar er líka að norðan. Við Rebekka vorum í heimsókn hjá þeim og ég var að skoða fjölskyldualbúm og sá þá myndir af t.d. bílstjóranum sem keyrði mig í skólann nánast alla grunnskólagöngu mína og ekki nóg með það heldur rakst ég á gamlan séns líka... Well, þegar Rebekka, Helgi og Tinna fóru á nýju deildina sína kynntust þau stelpu sem heitir Gréta og viti menn, mamma hennar er að norðan! Svo veit ég um alla vega tvö önnur börn á deildinni sem eru að norðan. Við Akureyringarnir virðumst safnast öll saman hér í Grafarholtinu. Það á að fara að ákveða nafn á nýju kirkjunni hér í holtinu og sting ég hér með upp á Akureyrarkirkja syðri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Ég held að það leynist fleirri Akureyringar í Grafarholtinu en okkur grunar...

Ágúst Böðvarsson, 16.10.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pfff .. að heyra til ykkar! Seint mun ég sklja Agureyringa ... hehe

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 10:31

3 identicon

Hæ, varðandi saumó...þá fæ ég ekki neina rafrænartölvupóstsendingar frá þér

Ég er nú ekki mikið fyrir að upplifa höfnun en þetta er to much hehehehehe

luv Erla 

Erla Bergs (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband