16.10.2007 | 19:43
Akureyrarkirkja syðri...
Já, það er svolítið fyndið að dóttir okkar virðist laða að sér vini á leikskólanum sem eru ættaðir að norðan. Hún kynntist Helga besta vini sínum þegar hún byrjaði á leikskólanum síðasta haust. Ég kannaðist strax við mömmu hans og jú, jú hún var í Menntaskólanum á Akureyri á sama tíma og ég og við erum jafngamlar. Síðan bættist Tinna í hópinn með þeim Helga og mamma hennar er líka að norðan. Við Rebekka vorum í heimsókn hjá þeim og ég var að skoða fjölskyldualbúm og sá þá myndir af t.d. bílstjóranum sem keyrði mig í skólann nánast alla grunnskólagöngu mína og ekki nóg með það heldur rakst ég á gamlan séns líka... Well, þegar Rebekka, Helgi og Tinna fóru á nýju deildina sína kynntust þau stelpu sem heitir Gréta og viti menn, mamma hennar er að norðan! Svo veit ég um alla vega tvö önnur börn á deildinni sem eru að norðan. Við Akureyringarnir virðumst safnast öll saman hér í Grafarholtinu. Það á að fara að ákveða nafn á nýju kirkjunni hér í holtinu og sting ég hér með upp á Akureyrarkirkja syðri...
Athugasemdir
Ég held að það leynist fleirri Akureyringar í Grafarholtinu en okkur grunar...
Ágúst Böðvarsson, 16.10.2007 kl. 23:57
Pfff .. að heyra til ykkar! Seint mun ég sklja Agureyringa ... hehe
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 10:31
Hæ, varðandi saumó...þá fæ ég ekki neina rafrænartölvupóstsendingar frá þér
Ég er nú ekki mikið fyrir að upplifa höfnun en þetta er to much hehehehehe
luv Erla
Erla Bergs (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:39
Sunnudagur til sælu fyrir þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.