Enn ein náðarfull helgi.

Ég er alltaf jafn hamingjusöm eftir hverja helgi og það er ekkert öðruvísi núna. Það er svo yndislegt að vera heima með fjölskyldunni og dúllast í kringum þau feðginin. Gústi fór ekkert upp í bústað að vinna þessa helgi heldur tók því bara rólega með okkur.

Ég átti alveg hreint frábæran föstudag. Ég ásamt tveimur samstarfskonum mínum fór á miðbæjarrölt eftir vinnu. Við löbbuðum Skólavörðustíginn, Laugarveginn og enduðum svo í Iðu yfir swissmokka. Við skoðuðum alls konar gallerí og búðir og svo alls konar föndurblöð í Iðu. Meðan við vorum á þessu rölti hringir eiginmaður annarar konunnar og bíður okkur stöllum í kvöldmat. Þau búa á Laugarveginum svo það var ekki langt að fara. Vá!! hvað maturinn var æðislegur og þessi maður er alveg hreint gull af manni. Hann dúllaði þvílíkt í kringum okkur með mat og drykk. Við fórum ekki heim fyrr en kl. 23!

Á laugardaginn fór Rebekka ásamt pabba sínum í íþróttaskólann og stóð sig með prýði eins og alltaf. Svo skruppu þau feðgin í nýju dótabúðina í Smáranum. Þar var í orðsins fyllstu merkingu troðið á tánum á þeim! Rebekka náði að kría hljóðfærapakka út úr pabba sínum. Hún stjórnar okkur nú harðri hendi í hljómsveit heimilisins. Einn spilar á trompet, einn á bassatrommu og einn á hristur. Svaka fjör hjá okkur, spurning með nágrannana...

Við Rebekka skelltum okkur á generalprufu hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar á laugardagseftirmiðdag. Kona sem vinnur með mér er smínka og bauð okkur að koma. Elsti bróðir minn er reyndar að spila á trommur í sýningunni svo við vorum enn spenntari yfir að fara. Mamma kom líka með okkur og fyrsta fólkið sem við hittum voru Ragnar bróðursonur minn ásamt Anítu, Birgittu og Ólafi Atla barnabörnum Óla bróður. Rebekka fílar Ólaf Atla í tætlur og vildi ólm sitja hjá honum sem hún og gerði. Sýningin heitir Allt í plati og var bara mjög fín. Ég mæli með henni við alla foreldra. Helstu persónur eru Lína Langsokkur, Mikki refur, Lilli klifurmús og Karíus og Baktus. Rebekka var svolítið hrædd við Mikka en náði að spjalla við hann eftir sýninguna svo núna er hún alveg sátt við hann. Við hlustuðum svo á gamla útvarpsleikritið með Dýrunum í Hálsaskógi í gærkvöldi og sofnaði Rebekka útfrá því.

Í dag fóru feðginin í sunnudagaskólann. Ég fékk að lúra því ég lá svolítið lengi yfir kvikmynd í gærkvöldi... Gústi gafst upp á undan mér... Ég þreif svo íbúðina, á nefnilega von á saumóvinkonum á miðvikudagskvöldið... Ég tók reyndar þvottahúsið í nefið og fóru fimm pokar af rusli niður rennuna! Við vorum svo bara heima í dag. Bökuðum vöfflur og höfðum það næs. Er hægt að hafa það betra??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband