Jú, jú ég er ein af þeim sem hef lent í þessu og því skipti ég við erlent tryggingafélag!!

Við hjónin keyptum líftryggingu frá Samlíf árið 2001. Við greiddum samviskusamlega tæplega 3.000 kr á mann mánaðarlega en þegar við fórum að grandskoða tryggingarskírteinin sáum við að maðurinn minn hefði fengið heilar 1.600 krónur ef ég hefði fallið frá!!! Ég var ekki lengi að skipta um tryggingafélag og fékk strax tryggingu hjá erlendu félagi þrátt fyrir að vera að taka heila eina pillu á dag við þunglyndi! Það segir þó ekki alveg alla söguna því það er víst mjög erfitt fyrir mann að sækja rétt sinn til erlends félags þar sem maður þarf að ráða lögfræðing, láta skjalaþýðanda þýða öll skjöl o.s.frv. Maður er eiginlega fastur á milli steins og sleggju! Já, ef ég fæ hjartabilun, sykursýki, krabbamein eða einhvern annan sjúkdóm má örugglega á einhvern hátt rekja hann til þessarar einu pillu sem ég tek eða þess að ég er ekki alltaf svona happy jolly eins og allir aðrir eru sem ekki taka þunglyndislyf (sagt með kaldhæðni!)
mbl.is Neitað um líftryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Þannig að ég verð kannski ekkert ríkur ef þú hrekkur upp af...

Ágúst Böðvarsson, 27.10.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Nei það verðurðu ekki. En hugsaðu þér bara hversu ríkur þú ert í dag að vera giftur mér

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 28.10.2007 kl. 01:11

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... planið þitt mistókst Gústi ! DÓ ! tíhí ... nú þarf ég að tékka hver staðan er á systur þinni ! Nihihihihi ....  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2007 kl. 10:36

4 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Já, það er vissara að athuga þessi mál

Ágúst Böðvarsson, 31.10.2007 kl. 00:55

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Nú já.... Svo það er bara verið að plana.... Þar sem að sumir hafa reykt en aðrir ekki skekkjast líkurnar því miður öðrum í hag.... Eða óhag...

Bryndís Böðvarsdóttir, 9.11.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband