7.11.2007 | 23:57
Dóttir mín er fyndin...
Rebekka á það til, líkt og önnur börn, að segja ýmislegt sem kallar fram bros hjá manni. Í vetur eru börnin á Maríuborg að læra um dyggðir og nú er verið að taka fyrir dyggðina vinsemd. Í dag vorum við að fara í heimsókn til mömmu þegar Rebekka spyr allt í einu: mamma, má ég koma með inn til ömmu? Ég segi: já, já auðvitað máttu það. Eftir smástund heyrist úr aftursætinu: takk mamma mín fyrir að sýna mér svona mikla vinsemd!! (Ég sem ætlaði náttúrulega að láta barnið bíða út í bíl meðan ég væri í kaffi hjá múttu.....dööö)
Vinkona hennar Rebekku var í heimsókn hjá henni í dag og voru þær að leika með eldhúsdót. Þær voru að vaska upp í leikvaskinum. Rebekka útskýrir fyrir vinkonunni að diskarnir eigi að fara í þar til gerða grind eftir uppvaskið. Þá svarar vinkonan: já, af því að ég er svo kvefuð! Svona geta hlutirnir átt einfaldar skýringar í barnshuganum.
Við mæðgur ákváðum að fara út að borða í kvöld í tilefni þess að vera grasekkjur. Rebekka var búin að biðja um kjúkling. Þegar við erum svo komnar í bílinn og erum að keyra af stað segi ég við Rebekku: ertu viss um að þú viljir kjúkling, viltu ekki hamborgara eða fisk? Þá heyrist frá þeirri stuttu: mamma ég sagðist vilja kjúkling, hættu þessu bulli!!
Að lokum þetta: Rebekka nefnir hlutina sínum nöfnum og fæst oft ekki til að breyta því. Hér eru nokkur dæmi: playmó = Klaymó, Lea Mjöll = Mea Mjöll, Hamar = bankari, Dyrasími = hurðasími, Skæri = oftast kölluð klippur, Derhúfa = hattahúfa.
Góða nótt enn á ný
Athugasemdir
Hún Rebekka okkar er yndisleg. Ég sakna ykkar.
Ágúst Böðvarsson, 8.11.2007 kl. 07:07
Algert krútt! Við Haukur sprungum úr hlátri....
Bryndís Böðvarsdóttir, 9.11.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.