Eiginmaðurinn endurheimtur...

frá ríki Svíja! Já, Gústi minn kom heim í dag. Við Rebekka fórum suður á völl og sóttum gripinn og var brunað (á smá ólöglegum hraða en ekkert mikið Halo) í bæinn því leikskóli Rebekku átti 5 ára afmæli í dag og var Gústi beðinn að taka aðeins í gítarinn í veislunni. Við vorum komin í Grafarholtið rétt fyrir 4 og var Gústi varla kominn inn úr dyrunum þegar hann hóf upp raust. Það gekk allt saman vel og fengum við laglegar kræsingar að launum. Leikskólinn er annars kominn með nýja heimasíðu www.mariuborg.is 

Það var nú gott að fá Gústa heim og eru þau feðgin núna að syngja fyrir hvert annað inn í herbergi. Rebekka sofnaði á leiðinni á völlinn í dag (hraut!!) og er því frekar seint á ferðinni núna. Pabbi kom með smá pakka handa stelpunni sinni. Hún fékk Leiftur McQueen úr Cars og er búið að búa um bílinn í sérstöku rúmi... Hún var mjög glöð. Ég fékk aftur á móti uppáhalds body lotionið mitt. Varð reyndar að biðja um það og senda nafnið á því á sms til Gústa míns... en hann getur nú ekki verið fullkominn í öllu sem hann gerir Wink Það tók hann ekki nema hálftíma að finna það í fríhöfninni á Kastrup, en hann var skotfljótur að finna Ipod handa sjálfum sér, tvo geisladiska og fá sér að borða ha/ha. Krúttið mitt!

Jólagjafakaup ganga stórvel, bara örfáar eftir. Vona að ég geti náð markmiði mínu að vera búin að kaupa allar gjafir og skrifa jólakortin fyrir 1. des. Var að spá í að opna veðbanka...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Gott að koma heim til ykkar

Ágúst Böðvarsson, 15.11.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband