Ég var tilbúin að fórna sjálfri mér áðan...

...fyrir teikningar dóttur minnar! Þannig var mál með vexti að við mæðgur vorum staddar í Hafnarfirði í dag, í heimsókn hjá vinafólki, og þegar við vorum að fara út í bíl í myrkrinu hrifsaði vindurinn teikningar sem dóttir mín hafði gert. Ég, hin sanna móðir hljóp af stað á eftir blöðunum og náði nokkrum við bíl á bílastæðinu en hin fuku aðeins lengra. Ég ætla að teygja mig eftir þeim þegar ég, einhvern veginn, missi jafnvægið og dett með miklu splassi í poll!! Ég lá sem sagt á hliðinni í götunni með blöð í báðum höndum, dóttirinn í uppnámi (bæði fyrir því að rokið tók blöðin hennar og líka yfir uppátæki móður hennar að leggjast í götuna!) og bíll að bíða eftir að komast fram hjá mér!! Ok, ef þið heyrið af klikkaðri konu að skríða um götur Hafnarfjarðar þá er það mjög líklega ég... Ég uppskar blaut og drullug föt, bólgu á hendi og auma mjöðm! Líður eins og ég sé 82ja en ekki 32ja...


Annars er allt annaði í góðum gír hjá okkur. Allt í venjulegri daglegri rútínu. Gústi farinn að vinna og svo var hann á Lindinni í dag. Hann er líka að fara að spila á kótilettukvöldinu í Samhjálp nk. laugardag svo hann skrapp á æfingu áðan líka. Ég var á konfektgerðarnámskeiði sl. föstudagskvöld. Lærði að gera alls konar konfekt en líkaði ekkert sérstaklega við það því það var marsipan í svo mörgum uppskriftunum... Gústi marsipan"fan" er aftur á móti hæst ánægður. Við skiptum... hann fékk konfektmolana mína og ég Tobleroneið sem hann keypti í fríhöfninni Tounge. Við erum náttúrulega bara sælkerar og það leynir sér svo sem ekkert...

Á döfunni hjá okkur er svo skírnarveisla nk. laugardag. Föndur í leikskólanum á sunnudaginn og svo verð ég að klára jólagjafainnkaup í næstu viku ef ég ætla að ná markmiði mínu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband