10.12.2007 | 20:12
Mitt hjerte alltid vanker i Jesu föderum.
Ég hef það stundum svo gott að ég þarf að klípa sjálfa mig í handlegginn til að vita hvort mig sé að dreyma. Sit hér í stofunni heima, hlusta á yndislega jólatónlist með Oslo Gospel Kor, Rebekka mín sefur á sófanum við hliðina á mér og Gústi minn heima hjá okkur. Betra gerist það varla á dimmu vetrarkvöldi... væri samt alveg til í smá Grýlu-kanil kaffi frá Kaffitár, þá væri kvöldið fullkomnað. Það er til inn í skáp svo það er bara spurning um að nenna að standa upp...
Við familían bökuðum jólasmákökur áðan. Allir að hjálpast að nema Rebekka sem getur allt sjálf!! Þetta gekk þó allt saman að lokum og allir ánægðir með afraksturinn.
Helgin var rosa fín. Keyptum spariskó á dúlluna á laugardag í fyrstu búðinni sem við fórum inn í í Smáralind. Geri aðrir betur! Svo fórum við bara á kaffihús og slöppuðum af... enda BÚIN að kaupa allar jólagjafir!! Ég náði markmiðinu um að vera búin fyrir 1. des. Ég á reyndar Gústa minn eftir en það tilheyrir algjörlega síðustu vikunni fyrir jól!
Í gær fórum við upp í Ölver að kíkja á bústaðinn okkar. Mikið var yndislegt að koma þangað! Svo er hann að verða ekkert smá flottur að innan. Pabbi búinn að lakka parketið og flísaleggja forstofuna. Nú er bara næsta mál á dagskrá að flytja öll húsgögn upp eftir og koma öllu notalega fyrir.
Jæja, ég ætla að hætta núna og fara að setja nokkrar nýjar myndir inn á síðuna hennar Rebekku.
Eigið gott kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.