17.12.2007 | 22:14
Af kartöflum...
Jæja, jólin nálgast nú óðum og dóttir okkar fékk sína fyrstu kartöflu í skóinn sl. nótt... Hún var nú sniðug og faldi kartöfluna undir sænginni sinni, kom svo yfir til mín og sagðist ekkert hafa fengið í skóinn... Ok, ég stóð litlu saklausu stúlkuna mína að meðvituðum lygum í fyrsta skipti og langaði að grenja!! En, nú er það undir okkur foreldrunum komið að beina henni inn á réttar brautir. En alla vega, hún er búin að vera mun meðfærilegri í dag en í gær og lítur út fyrir að næsti jóli komi með eitthvað sniðugt í skóinn...
Fórum á jólaball í sunnudagaskólanum í gær. Rebekkan ennþá sk..hrædd við jólasveininn þrátt fyrir að hann væri bara vinur okkar Björn Tómas í búningi... Gaman að hitta hann eftir langan tíma, þ.e. Björn Tómas en ekki jólasveininn...
Fórum svo í kaffi til Þorgilsar og Ernu í gær. Sabrína og Þorgils Páll voru hjá pabba sínum og var mjög gaman að hitta þau. Rebekka elskar að hitta þau! Þau eru líka bæði svo góð við hana, nenna að sinna henni og leika við hana. Það er nú ekki ónýtt fyrir litla stelpu. Mamma og Steindór og pabbi voru þarna líka og vorum við fullorðna fólkið að farast úr hlátri yfir einhverjum fimmaura bröndurum... Spurning hvort Þorgils hafi blandað einhverju í fína Dunkin´Donuts kaffið sem hann bauð uppá??
Enn ein lægðin að ganga yfir okkur hér... mér lýst alltaf betur og betur á hugmyndina hans Gústa um að flytja til Svíþjóðar... Who knows... En það er nú svo sem ekki að gerast alveg á næstunni...
Jæja, ætla að kíkja aðeins á Næturvaktina með Gústa mínum áður en ég skoða landslagið bakvið augnlokin...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.