13.1.2008 | 19:46
Enn ein helgin...
...á enda og alltaf styttist í sumarið Mikið hlakka ég til þess að fara upp í bústað í sumar og grilla, liggja í grasinu, vaða í ánni og slappa af...
En að nútímanum aftur. Við erum búin að hafa það gott um helgina. Rebekka dreif foreldra sína í íþróttaskólann í gær og skemmti sér stórvel. Svo fór ég til mömmu að hjálpa henni við að pakka niður þar sem hún er nú að flytja. Við Rósa systir pökkuðum í nokkra kassa og vorum duglegar að henda gömlu drasli Svo bauð ég mömmu og Steindóri í mat í gærkvöldi því þau eru nú bæði að pakka niður og ekkert gaman að þurfa að elda í leiðinni... Við áttum svo notalegt kvöld.
Í dag fóru feðginin í sunnudagaskólann og kom Rebekka heim syngjandi... vegsamið Guð!! Ég fékk að leggja mig á meðan... Við Rebekka fórum svo í afmæli til Helga besta vinar hennar í næsta húsi og nutum þar góðra veitinga og samfélags við fullt af fólki af norðurlandinu. Gústi var í stúdíóinu að vinna á meðan og var að detta inn úr dyrunum rétt í þessu með hamborgara ofan í liðið.
Ég kveð því að sinni enda orðin svöng...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.