15.1.2008 | 17:37
Mér líður eins og ég sé komin...
NORÐUR !! Snjór upp að hnjám og yndislegt veður! Í minningunni voru jólin alltaf svona fyrir norðan. Ég sótti Rebekku á leikskólann áðan og við vorum úti í góða veðrinu í nærri klukkutíma. Komum inn með rjóðar kinnar og ég fékk mér kakó og flatbrauð en heilsuboltinn minn fékk sér gulrætur! Ef hún fengi að ráða borðaði hún bara "heilsunammi" og segið svo að Latibær sé ekki að koma inn jákvæðum skilaboðum til barnanna! Sitjum núna yfir Andrési Önd og Moggablogginu...
Ég er á fullu að undirbúa afmæli heimasætunnar. Veislurnar verða tvær líkt og fyrri ár. Sú fyrri laugardaginn 26. jan fyrir ættingja og sú seinni sunnudaginn 27. jan fyrir vini. Svo verður smá gathering hjá mér á föstudagskvöldið næsta en þá koma samstarfskonur mínar úr Gylfaflötinni í dekur... Ég fæ líka dekur og á víst ekki að þurfa að gera neitt... Ég hlakka mikið til. Sendi bara restina af fjölskyldunni upp í bústað eða eitthvað...
Ég er búin að setja nokkrar myndir inn á ættarmótsvefinn og er að fá fleiri myndir í sniglapósti til að skanna inn og setja á vefinn. Ég var líka aðeins að breyta útlitinu á heimasíðu Gylfaflatar og á eftir að snurfusa það aðeins.
Svo er það bara saumó í kvöld hjá Þórunni. Hlakka rosa til að hitta gellurnar!
Bið að heilsa í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.