Stillingaratriði...

Já, stundum er maður svolítið tregur en nú er ég alla vega búin að fatta að opna athugasemdirnar fyrir öllum sem eitthvað vilja segja við mig... Það þarf sem sagt ekki að staðfesta netfang lengur!

Annars allt fínt að frétta úr snjónum. Hér kyngir niður og við familían vorum úti áðan og sú stutta dugleg að renna sér á snjóþotu. Ég fór eina bunu á rassaþotu og ruddi bílastæðið í leiðinni Grin Ódýr mokstur það ha/ha.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum í vinnunni í dag. Fór með ungmennin mín á kaffihúsið í Alþjóðahúsinu. Þar fengum við ekkert sérstakar móttökur. Vorum beðin um að halda þeim öllum á sama stað! Eins og við værum með einhverja maura á ferð! Svo fengum við augngotur og fýlusvip og þetta var allt frá yfirmanninum á staðnum... Ég varð sérstaklega fyrir vonbrigðum því þetta var í ALÞJÓÐAHÚSINU! Þangað eru sem sagt allra landa manneskjur velkomnar svo lengi sem þær eru ekki fatlaðar (eða hvað?)... Svo er verið að kvarta yfir skorti á umburðarlyndi gagnvart útlendingum... Þess má geta að þessi yfirmaður var einmitt útlendingur og hann skorti svo greinilega umburðarlyndi gagnvart fötluðum!

 Búin að pústa í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Anna Valdís og takk fyrir síðast. Vildi bara henda inn á þig smá kveðju þar sem ég þarf ekki að staðfesta inn á póstinum mínum. Hlakka til að hitta ykkur 27. jan.

Kveðja, Sara og co.

Sara (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:45

2 identicon

Hæ hæ..bara að kvitta hérna inn..held að ég hafi aldrei nokkurntímann kvittað á bloggið þitt, þó ég hafi nú stundum kíkt hérna inn =)
Hafið það gott & vi ses á sunnudaginn?

Inga Huld (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband