1.2.2008 | 20:45
Kuldi og prinsessur.
Hér ríkir kuldi úti og ég er svo fegin að vera komin í helgarfrí...Kúr og kósílegheit á dagskránni (og reyndar íþróttaskólinn).
Ætluðum upp í bústað í dag og gista en svo datt pabba í hug að kaupa sér fjórða bílinn svo við frestuðum för til morguns en hann ætlaði sko með okkur. Hann er í þessum töluðu orðum að skipta á seðlum og bíl. Gústi notaði tækifærið fyrst við fórum ekki upp eftir og verslaði heimabíó fyrir heimilið. Ég kvartaði um daginn yfir stærð hátalaranna okkar og ætlaði nú eiginlega bara að fá nýja netta hátalara en nú er stæða af kössum hér á stofugólfinu með alls konar græjum m.a. dvd upptökutæki. Frábært að fá þetta allt í einu og við fengum þetta á góðum prís í uppáhaldsgræjubúðinni okkar.
Síðasta helgi fór í afmælisveislur (sem voru eins og indversk brúðkaup, stóð yfir í tvo sólarhringa). Prinsessan okkar varð fjögurra ára á sunnudaginn og héldum við upp á það sem pompi og prakt. Þetta taldi tvær afmælisveislur, rétt um 40 gesti, tvær afmæliskökur (snjókarl og kappakstursbíl), u.þ.b. 10 gerðir af öðrum kökum, 3 pizzur, 20 pylsur og ótrúlega mikla gleði yfir að hitta alla vinina og ættingjana. Verð reyndar að játa það að ég var alveg búin eftir helgina... Ætlum að bjóða á skauta í Egilshöll á næsta ári... Pylsu og kók í Gullnesti Ég er ekki enn búin að koma inn myndum frá veislunum þar sem tölvan mín er alltaf að stríða mér. Ég er núna að "stelast" í tölvuna hans Gústa míns...
Eigið góða helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.