5.2.2008 | 11:52
Það er erfitt...
... að þurfa að velja og hafna... Vikan hjá okkur fjölskyldunni er orðin nokkuð þétt bókuð (þrátt fyrir góða viðleitni til að svo sé ekki...). Nú þarf ég smá aðstoð við að sjá hlutina í samhengi, endilega ráðleggið mér
Sko vikan lítur þannig út (fyrir utan vinnutíma):
Þriðjudagar - Gústi er á Lindinni milli 15:30 og 18:00
Miðvikudagar - Gústi fer á æfingu kl. 18:00 og við Rebekka mætum svo á samkomuna kl. 20:00 - 22:00
Fimmtudagar - Gústi er í Samhjálp að spila 18:00 til 22:00 + einu sinni í mánuði er ég á starfsmannafundi til 18:00
Laugardagar - Rebekka er í íþróttaskólanum 10:45 - 11:45 (búið að borga vorönnina)
Sunnudagar - Sunnudagaskóli hjá fjölskyldunni 11:00 - 12:00 (val)
Með þessa dagskrá eru bara föstudagar og mánudagar ekki með eitthvert prógramm sem maður verður að mæta í. En nú er verið að biðja Gústa að taka að sér verkefni kl. 18-20 á föstudagskvöldum sem ég veit að hann er alveg spenntur fyrir. Ég vil ekki standa í vegi fyrir því en ég er svo hrædd um að ef ég segi já, þá meini ég í raun nei... og verði svo fúl eftir á... Er þetta rosa dagskrá eða er ég bara að mikla þetta fyrir mér?
Verð samt að játa að mér finnst glatað hvað kvöldmatartímarnir eru alltaf í einhverju rugli hjá okkur...
Er by the way í fríi í dag, á inni smá frí sem ég er að nota til að klára ýmis verkefni. Hlakka til að fara í vinnuna á morgun því við ætlum öll að mæta í búningum, bæði starfsfólk og ungmenni. Svo er Rebekka loksins búin að ákveða hvað hún ætlar að vera. Hún valdi að vera fótboltamaður! Hún er búin að velja bol og stuttbuxur svo nú er á dagskránni fyrir daginn í dag að sauma númerið 4 á (því hún er 4 ára). Og svo ætlum við að sauma mynd af fótbolta á líka. Erum með playmó karl sem fyrirmynd
Skemmtið ykkur vel á morgun og endilega kommentið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.