Af hundum og trúðum...

Jæja, við erum ekki enn komin með niðurstöðu varðandi föstudagana... Hef ekki haft undan að lesa komment frá mínum 8 hundtraustu lesendum. Komment með áherslu á O! Sem sagt enginn sem vill skipta sér af því hvernig við verjum tíma okkar og er ég aldeilis þakklát fyrir það Wink Gústi verður bara að gera þetta upp við sig sjálfur...

Annars erum við dottin í Klovn (Trúður) dönsku gamanþættina sem eru á RÚV á fimmtudögum. Verð að segja að Næturvaktin kemst ekki með tærnar þar sem þessir gæjar hafa hælana! Þetta er mín persónulega skoðun og hef ég með henni sjálfsagt móðgað ca. 75% þjóðarinnar sem er enn fínt og sælt með næturvaktina sína... Alla vega, þá mæli ég með Frank og félögum á fimmtudögum.

Rebekkan okkar er að vekja athygli í íþróttaskólanum vegna þess hversu, já, góð hún er í æfingunum. Ég bætti þessu jái inn í vegna þess að ég mér fannst eitthvað asnalegt að skrifa þetta... en hvað er asnalegt við að segja að barnið manns sé gott í einhverju? Þetta er kannski smá mont en þetta er líka staðreynd! Hún er bara rosalega flínk miðað við aldur. Hún sveiflar sér í köðlum og hringjum eins og ekkert sé. Er með flott jafnvægi á slánum. Grípur og hendir bolta rosa vel. Sparkar bolta mjög vel. Er mjög spretthörð og hoppar bæði hátt og langt. Já, ef íþróttir verða ekki stór partur af hennar lífi í framtíðinni þá verð ég mjög hissa. Ég er svo sem ekkert hissa... Ég æfði alls konar íþróttir sem barn, átti met í hástökki, keppti í sundi og fótbolta og hafði rosalega gaman af íþróttum. Verð að eigna mér smá heiður... Svo var frökenin að fá hljómborð. Keyptum ágætis Casio borð handa henni í afmælisgjöf. Nú er hún að fá smá útrás í glamri og svo verður hægt að kenna henni smátt og smátt... Þann heiður má pabbinn eiga...

Bless í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Anna mín. Ég ætlaði að kommenta á síðustu færslu en lét aldrei verða af því. Ætli Gústi karlinn verði ekki bara að gera þetta upp við sig með þinni aðstoð... það var nú mikil hjálp í þessu!!!

En við hjónin fylgjumst líka með trúðnum og skemmtum við okkur konunglega yfir honum - danskur húmor er snilld.

Vonandi sjáumst við fljótt.

Kveðja, Sara

Sara (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 08:10

2 identicon

takk fyrir commentið:) ja tímin líður altof hratt og mér finst sjálfri ótrulegt að eg se mamma:) eins og þegar fólk segjir við mig " hann sonur þinn" þá bregður mer enþá, hann er orðin 1 árs, getur skoðað myndir á barnalandi www.barnaland.is/barn/54590 .  og þú átt svo stóra stelpu, eg er næstum viss um að þegar við hittumst seinast þá áttir þú ekki barn:) hafið þð gott kv marianna og adam örn

Maríanna Lind Mánadóttir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband