3.3.2008 | 23:17
Akureyri, Köben og Glasgow
Langt síðan síðast... Danskir þættir eru algjörlega búnir að húkka mig... Fimmtudagar eru nú orðnir sérstakir sjónvarpsdagar hjá mér. Fyrst eru það Bræður og systur, svo Klovn og svo Anna Pihl! Það er rosalega góð þáttaröð sem danirnir eru að framleiða og ég sit stjörf við imbann. Í tilefni af þessu ákvað ég að bjóða mínum heittelskaða til Danmerkur... Við ætlum að eyða 6 dögum af apríl í Kaupmannahöfn, bara tvö, meðan sú stutta verður í ekta ömmu og afa dekri á Akureyri. Ég hlakka mikið til að fá smá afslöppun og kærustuparafíling...
Annars byrjar ferðavorið okkar með ferð til Akureyrar um páskana. Alla vega eru mjög miklir möguleikar á því. Það eina sem getur stoppað okkur er skítaveður og vinnan hjá Gústa sem getur lengst ef skítaveðrið lætur sjá sig...
Við Gústi ætlum úr landi aftur í haust en þá ætlum við til skosku stórborgarinnar Glasgow. Við ferðumst reyndar ekki ein í það skiptið því við munum fara ásamt samstarfskonum mínum úr Gylfaflöt og nokkrum fleiri mökum. Við kellurnar ætlum að fræðast um það hvernig skotar vinna að dagþjónustumálum fatlaðra meðan karlarnir skoða í búðir og versla jólagjafirnar. Svo fáum við tvo daga fyrir okkur sjálf... Það verður nú aldeilis gaman... Kannski við Gústi skráum okkur á Riverdans námskeið
Annars er allt gott að frétta af okkur familíunni. Dagarnir líða svo hratt að mér líður eins og Rebekka verði orðin unglingur þegar við vöknum í fyrramálið!! Gústi hefur aðeins verið að spila annars staðar en í Samhjálp og Mosaik. Sl. sunnudag var hann að spila í æskulýðsmessu í Grafarvogskirkju og voru engir aðrir en Gunni okkar og Jónsi í Svörtu fötunum sem spiluðu með honum. Næsta sunnudag verður hann svo væntanlega að spila í fjölskyldumessu hér í Grafarholtinu. Nóg að gera hjá honum. Rebekka er alltaf í sínu venjulega prógrammi, leikskóli, íþróttaskóli og sunnudagaskóli... Hún fékk vinkonu sína í heimsókn sl. laugardag og voru þær á fullu að leika í næstum 4 tíma. Æi þær eru svo miklar dúllurínur. Ég hef bara verið í mínu gamla góða hlutverki að halda heimilinu gangandi, og aðeins breytt uppröðun hluta hér inni í leiðinni... Mæti svo í vinnuna inn á milli...
Jæja, hætti að bulla í bili
God natt
Athugasemdir
Blessuð Anna mín. En þið heppin að fara í kærustuparaferð... smá öfund í gangi. Það er greinilega nóg að gera á ykkar heimili. Því er tilvalið fyrir heimilisfrúna að skella sér í saumaklúbb í kvöld... ekki satt?
Kveðja, Sara
Sara (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.