12.3.2008 | 12:22
Af familíunni
Smá update í matarhléinu mínu... Við höfum það nú aldeilis fínt um þessar mundir. Nóg að gera á öllum vígstöðvum og allir sáttir við sitt... Gústi spilaði í kirkjunni sl. sunnudagsmorgunn og var Rebekkan voða glöð með pabba sinn. Gat reyndar ekki setið kyrr, Rebekka sko, en náði samt að fá límmiða. Fékk einu sinni smá ábendingu frá séranum... Spenna greipar nú! En það var sko bara vel þegið af móðurinni sem er orðin svolítið leið á þessu flandri í stelpunni.
Við erum búin að panta okkur gistingu í Köben og getum varla beðið eftir að sleppa af landinu . Ég er búin að vera inn á alls kyns heimasíðum að finna skemmtilega staði til að skoða og skemmtilega hluti til að kaupa... Rebekka verður í uppeldisbúðum hjá ömmu og afa á Akureyri á meðan. Afi fer í sumarfrí í tilefni af komu prinsessunnar og er stefnan sett á Súlur!! Ég þori að veðja miklum peningum á að hún kemur hlaupandi á undan afa niður!
Páskabingó í vinnunni hjá mér á laugardaginn. Allt til styrktar Glasgowferðinni okkar. Fullt af flottum vinningum og munum við Rebekka (reyndar ekki dóttir mín) stjórna bingóinu með hörðum höndum! Við verðum líka með skóna okkar til sölu, þá sem við höfum verið að hanna, þæfa og sauma... Rosa flottir. Hér er eitt dæmi:
Nú er norðurferðin orðin eitthvað óljós... Það er nefnilega formleg stofnsamkoma í Mosaik Hvítasunnukirkju á páskasunnudag og við erum nú stofnfélagar þar svo okkur langar að mæta. Svo er Gústi náttúrulega í bandinu... en við lofuðum tengdó að láta vita í síðasta lagi um helgina hvort við komum norður eða ekki... Okkur er líka boðið í fermingu á annan, svo það er svo sem nóg að gera.
Jæja, nú fer matarhléinu mínu að ljúka svo ég set punktinn hér í bili...
Athugasemdir
góða skemtun í köpen:)
Maríanna Lind Mánadóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:35
Svo getið þið líka gert eins og við. Farið norður um páskana og keyrt heim á laugardeginum fyrir páskadag. Alveg brilljant plan...
Sara (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.