Gubb, gengi og páskar...

Sara mín, mikið er ég nú fegin að við skildum vera búin að ákveða að vera heima um páskana... Við mæðgur erum nefnilega búnar að vera með gubbupest sl. daga!! Svaka fjör hjá okkur, eða þannig. Í dag er svo hvíldardagur... Ég ætla að vera heima frá vinnu og leyfa Rebekkunni minni að vera heima líka því maður er nú ansi slappur eftir svona pest... Annars er nú ykkar plan flott og hvernig væri nú að deila hvort kynið barnið nú er............. Hlakka til að hitta ykkur á sunnudaginn á stofnsamkomunni.!

Fyrir utan gubb er allt gott að frétta af okkur familíunni. Gengisfallið er smá vonbrigði í sambandi við Köbenferðina okkar en gengið hefur mánuð til að rétta sig aðeins af áður en við förum út... Koma svo!! Við ætlum nú ekki að láta þetta hafa áhrif á tilhlökkunina því þetta á nú ekki að vera nein verslunarferð, heldur afslöppunar-, kaffihúsa-, skoðunarferða-, leti- og bara allt annað ferð en verslunarferð. Skreppum kannski yfir til Sverige til að versla þar sem SEK er aðeins ódýrari enn sem komið er...

Páskar framundan, ein fermingarveisla, samkoma og einhverjar heimsóknir ef heilsan leyfir. Ætlum líka upp í bústað að reyna að taka aðeins til hendinni. Erum líka að spá í að fara með rúmin uppeftir svo við getum nú farið að sofa í sveitasælunni. Veit um eina fröken sem yrði himinlifandi!!

Rebekka er alltaf að æfa sig á hljómborðið sitt. Henni finnst það mjög gaman og er farin að spila í stað þess að slá á nóturnar... Svo er hún farin að prófa sig áfram með alla takkana... velja sér hljóm og svoleiðis Smile Hún er svo yndisleg þessi elska. Vildi alveg eiga margar útgáfur af henni!! Væri reyndar líka alveg til í nokkrar útgáfur af pabba hennar... Einn til að hafa heima, einn til að vinna í stúdíóinu, einn til að vinna í ruslinu.... Gústi er með verkefni í gangi í stúdíóinu og þá er hann oft að heiman fram á nótt... frekar einmanalegt að lúra einn í stóru hjónarúmi... en Rebekka er nú dugleg að koma yfir og kúrast uppí...

Jæja, ætla að bjóða fröken að baka með mér eitthvert gúmmelaði og reyna svo að lokka einhverja í kaffi til okkar í dag svo við myglum nú ekki alveg... Allir velkomnir sem eru BÚNIR að vera með gubbuna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já .. Bibban er veik líka ... en aldrei þessu vant hef ég sloppið! Gaman að lesa þetta hjá þér Anna mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Mummi Guð

Þessi gubbupest er búin að koma í heimsókn til mín og hún vildi helst ekki fara. Þegar verst var þá voru 4 rúmliggjandi.

Eins og þú þá fylgist ég með genginu á fullu núna þar sem ég er að fara til London eftir 3 vikur eða svo.

Annars er allt gott að frétta af mér. Ég les bloggið þitt reglulega en mætti vera duglegri að kvitta.

Mummi Guð, 19.3.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband