Hlutabréf, mótmæli og lagningar...

Jæja, þá er nú enn ein helgin á enda og fríið búið í bili. Við erum nú búin að hafa það aldeilis fínt um helgina, líkt og alltaf... Eftir vinnu á föstudaginn fór ég í allri umferðakaosinni niður í Ármúla með ferðaávísun sem ég þurfti að skila til Mastercard vegna Köben ferðarinnar sem óðum styttist í. Ég var nú ekkert svo lengi á leiðinni en það tók aðeins lengri tíma en venjulega... Annars finnst mér fínt að einhverjir séu tilbúnir til að standa upp fyrir okkur hin (sem látum bjóða okkur hvað sem er) og mótmæla þessu fáránlega verðlagi í þessu landi hér... Ég lenti í nákvæmlega eins dæmi í Oslo árið 1999 eða 2000 og þá lagði ég bara bílnum á hraðbrautinni milli Bærum og Oslo og lagði mig í tvo tíma! Það var nú ósköp notalegt en ég var auðvitað tveimur tímum of sein til að opna Hertz skrifstofuna á Sentralstasjon þann daginn...

Þegar heim kom á föstudaginn lagðist ég yfir sjónvarpsefni frá fimmtudagskvöldinu og horfði á Bræður og systur, Klovn og Anna Pihl í einum rykk! Gústi og Rebekka fóru í sund og ég reyndi að myndast við að þrífa eitthvað en nennti því ekki og lagði mig bara... Algjör letidagur sem sagt!

Laugardagurinn var álíka mikill letidagur. Gústi og Rebekka fóru í íþróttaskólann (by the way nýjar myndir á síðunni hennar Rebekku) og ég fór að þrífa. Um tvö leitið skruppum við svo í opið hús hjá Biblíuskólanum og var voða notalegt að koma þar. Þetta er biblíuskólinn sem Gústi fór með til Svíþjóðar sl. haust svo það tóku allir voða vel á móti okkur. Fengum okkur vöfflur og meððí og svo rölti ég aðeins yfir í næstu götu til Óla bró og Addýjar. Gústi og Rebekka komu svo seinna og stoppuðum við smástund þar. Því næst fór Gústi í stúdíóið að vinna og Rebekka spurði eftir Grétu vinkonu sinni. Hún fór með þeirri fjölskyldu í göngutúr (þær voru svo miklar dúllur, báðar með dúkkuvagna í hávaðaroki) og kom ekki heim fyrr en um 20:30. Þetta var algjör lúxus fyrir mig... nema hvað ég notaði tækifærið og kláraði að þrífa... Við mæðgur dúlluðum okkar svo eitthvað fram eftir og fórum ekki að sofa fyrr en um 22 leitið... Algjört kæruleysi í gangi.

Sunnudagurinn hófst á þessu heimili kl 8 og var ég dregin fram úr með stýrurnar í augunum... Við horfðum eina umferð á Pöddulíf og fórum svo að perla... Gústi fór svo með Rebekku í sunnudagaskólann en ég lagði mig því ég var að drepast úr mánaðarlegum kvennaverkjum... Eftirmiðdagurinn fór í skattaskýrslugerð fyrir okkur og mömmu og var ég orðin alveg ferköntuð í augunum um kvöldmat en þá var ég búin að eyða nokkrum klukkutímum í hlutabréfavesen... Þessi blessuð félög eru alltaf að sameinast, skipta sér, hætta, sameinast aftur... En ég held ég sé nú komin með þetta nokkuð seif eftir samtal við vin okkar Þóri hjá PWC... Hann er algjör bjargvættur! Náði nefnilega ekki í tengdapabba skattmann, nei Frímann Wink því hann var einhvers staðar upp á fjöllum í göngutúr... Gústi þurfti að vera á samkomunni í Fíló í dag og tók Rebekku með sér og var hún í barnastarfinu. Gústi var að taka upp... Við vorum svo boðin í grill hjá mömmu og Steindóri og ummmmm ljúffengt lamb. Þegar heim kom kláraði ég rekstrarreikninginn fyrir Gústa, setti nýjar myndir inn hjá Rebekku og skrifaði þessa líka löngu færslu!

En núna hætti ég - Adjos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband