Feðginin troða upp...

Ýmislegt hefur á daga fjölskyldunnar drifið síðan síðast og stendur þar upp úr Opna húsið á leikskólanum hennar Rebekku þar sem hún söng, ásamt vinum sínum fyrir gesti. Sú var nú montin með frammistöðuna enda verð ég að segja að börnin komu mér verulega á óvart því það heyrðist í þeim... Oft á tíðum ætla þessi grey að hverfa úr feimni á svona stundum en þessi börn voru frábær! Ég er ekkert hlutdræg..... Tounge

Við skruppum svo upp í bústað um helgina. Loksins farið í smá vinnuferð. Við færðum til í kjallaranum og bárum timbur fram og til baka, út og inn... Nú er bara að panta steypubílinn og klára að steypa í gólfið... Þessu næst verður farið í að ganga frá rotþrónni og svo verður farið í þakskegg og svo í lagfæringu á stafni, því næst farið í pallagerð og kartöflugarðagerð og svo í að mála og svo og svo og svo... Já, þetta er heilmikil vinna en ógeðslega gaman!! Rebekka nýtur sín í botn í bústaðnum, alltaf eitthvað að brasa. Hún fær að byggja dúkkukofa í sumar... sú verður nú glöð með það...

Á sunnudaginn fórum við í strætóferð með Rebekku og vin hennar Helga Fannar. Það er svaka sport að fara í strætó svo við tókum hvorki meira né minna en fjóra strætóa... Við komum aðeins við í Kolaportinu þar sem við fengum okkur smá snæðing, annars vorum við bara á rúntinum. Um kvöldið fórum við svo í fermingarveislu hjá vinafólki okkar. Gústi spilaði tvö lög fyrir veislugesti og var þetta barasta notalegt kvöld. Maturinn var æði!! Ummm langar í lambið núna...

Sem sagt, allt gott að frétta af okkur. Gústi ýmist að keyra eða trilla. Nóg um að vera í vinnunni hjá mér og Rebekka alltaf jafn ánægð á Maríuborg. Við vorum að heyra í dag að hún á að skipta um deild í haust (aftur...) og fara á "stóru krakka" deildina. Mig langar ekkert að missa fóstrurnar sem hún er með núna en ég held þær séu nú líka fínar á hinni deildinni. Maður hefur aðeins kynnst þeim og þær eru voða hressar og alla vega mjög duglegar að vera úti með börnin. Ég var ekki alveg viss um hvað mér ætti að finnast um að krakkarnir þyrftu að skipta um deild á hverju ári en það er sjálfsagt einhver þröngsýni í mér... Kenni mínu uppeldi um... Ég bjó alltaf á sama stað, í sama húsi, var í sama skóla, átti sömu vini o.s.frv. alveg þar til ég var 15 ára að ég fór í nýjan skóla... En það gerði mér ótrúlega gott að skipta um umhverfi því ég var orðin eins og gamall sauður ha/ha.

Jæja, allir sofnaðir hér nema ég svo það er kominn tími á gömluna líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Rebekka er yndisleg, þó að hún sé eitthvað að athuga það hver ráði á heimilinu, þá samt elskar maður hana. Hún er svo mikill og sterkur karakter... Hæ Anna mín... ég er semsagt á netinu núna en ekki að laga til...

Ágúst Böðvarsson, 9.5.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Nú er laugardagurinn 10. maí og ekki enn búið að laga til!!! Svona ertu þá

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 10.5.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband