23.5.2008 | 20:57
Tölvufráhvörf og Melodi Grand Prix!
Fartölvan mín er ennþá í viðgerð. Átti að taka tvo daga en þeir eru nú ekki búnir að hringja ennþá... En Gústi minn lánar mér viðhaldið sitt af og til . Ég varð eiginlega bara að skrifa smá hérna núna því ég er svo hrikalega glöð yfir JÚRó!!
Stemningin hér hjá okkur í gærkvöldi minnti mig á stemninguna heima hjá mér í Norge 1999. Sama fólkið í heimsókn, pizza í gærkvöldi en lasagne 1999... Í þá daga kunni ég eiginlega bara að elda lasagne og Grandiosa ha/ha.
Kaus annars Danmörku og Albaníu. Verðum pottþétt í einu af efstu sætunum!! Hlakka ekkert smá til annað kvöld.
Athugasemdir
Já þau stóðu sig ekkert smá vel og hlakka ég mikið til að sjá hvernig þetta fer annað kvöld. Haukur er auðvitað ekki eins spenntur en hann verður skikkaður til þess að fylgjast með þessu. Þannig gerir maður: Maður býður gestum heim og þar með neyðast kallarnir til þess að vera með...
Bryndís Böðvarsdóttir, 23.5.2008 kl. 21:22
Þetta komment átti að vera hér ekki í síðustu færslu?
Einu af 14 efstu sætunum... ekki satt?
Ágúst Böðvarsson, 25.5.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.