Borga, borga, borga

Jæja, enn ein mánaðamótin liðin og alltaf jafn gaman að borga reikningana... Ok, fúlasti reikningurinn þennan mánuðinn er sekt sem ég fékk. Ég keyrði gegnum Hvalfjarðargöngin á 78 km/klst og fékk 3.850 kr sekt... Mér að kenna, veit ég vel en samt hundfúlt að borga. Næst á eftir koma svo símareikningarnir en þeir hljóðuðu upp á 32.000!! Við skiptum í Vodafone fyrir nokkrum mánuðum og það átti að lækka reikningana... By the way - þeir voru í 18.000!! Og við höfum ekki breytt notkuninni. Eitthvað bogið við þetta sem ég ætla að komast til botns í.

En nóg af röfli í bili. Við erum búin að vera í tvo daga öll saman í sumarfríi! Það er búið að vera indælt. Fórum upp í bústað í gær og tíndum fullt af berjum, Rebekka og Gústi tíndu svo meira í morgun meðan ég fór í vinnuna fyrir múttu. Við fórum svo í afmæli í eftirmiðdaginn. Komum við í Einu sinni var og keyptum afmælisgjöfina og auðvitað fer maður ekki í dótabúð með frökenina án þess að kaupa eitthvað handa henni. Hún suðaði um andlitsmálningu þar til hún fékk hana. Hún átti hana nú alveg skilið fyrir berjatínsluna því hún er sko betri en engin í henni!

Afmælið var hjá hálfsystursyni Gústa og var öll föðurfjölskylda hans mætt nema hálfbróðir hans. Ég náði mér í uppskrift af frábærri epla/bláberjaköku. Hún verður prófuð um helgina. Rebekka var líka mjög ánægð með afmælið því hún fékk pakka eins og afmælisbarnið. Hún fékk smá glaðning frá afa Böðvari og Ástu frá útlöndum.

Á morgun fer Gústi aftur upp í bústað. Ég ákvað að við Rebekka verðum heima fram að helgi svo Gústi fái vinnufrið... Það er búið að kaupa efni í nýjan glugga, nokkrar rúður sem þarf að skipta um, svo þarf alveg að skipta um klæðningu á öðrum stafninum. Vonandi verður svo tími til að halda áfram með pallinn. Í vetur ætlum við svo að skipta út eldhúsinnréttingunni. Vinkilinn í eldhúsinu er ekki 90° svo við verðum að hugsa aðeins út fyrir rammann. Ég horfi á Design Star til að fá hugmyndir...

Góða nótt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega nóg að gera á þessum bænum. Hvenær á svo að kíkja í heimsókn??? Svo þurfum við endilega einhvern tímann að fá að kíkja á bústaðinn ykkar.

Kveðja, Sara

Sara H. (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband