Ein og reyni að njóta þess ;o)

Nú er maður bara einn að kúldrast í kotinu. Rósin og Gústi eru upp í bústað. Þetta síðasta vikan hjá Gústa í sumarfríi og langaði okkur að leyfa Rebekku aðeins að njóta þess og fá smá ábót á sumarfríið. Það er líka smá sprengur fyrir mig að finna alltaf einhvern til að sækja hana á leikskólann fyrir mig þegar ég er að vinna til hálf5 svo þetta kemur vel út. Það er reyndar spáð ömurlegu veðri og ég hringdi og bauð þeim feðginum heim... en þau vilja vera lengur í sveitinni þó svo það sé rok og rigning. Þau njóta þess og Rebekku finnst líka gaman að brasa með afa Guðmundi.

Ég nenni ekki einu sinni að elda handa mér einni svo ég lifi bara á einhverju rusli... Svo var ég með svaka plön um að laga til og gera fínt en ég nenni því ekki og er bara í stöðugri slökun Cool

Ég fór með Rebekku í íþróttaskólann um síðustu helgi. Hún var sko búin að bíða eftir þessum degi síðan í maí!! Hún fór í 3 til 4 ára hópinn og var lang stærst og duglegust þar (og ég er ekki hlutdræg Wink) og ég var svo glöð þegar íþróttakennarinn kom og bauð Rebekku að koma í 5 til 6 ára hópinn! Hún átti að koma í þann hóp næsta laugardag en við ákváðum að vera áfram og skoða hópinn. Hún endaði í tveggja klukkutíma íþróttatíma og sagðist vera dálítið þreytt eftir það... Þarna er sko alvöru íþróttakona á ferð!

Mamma og Steindór eru komin heim. Jibbý! Ég er búin að sakna mömmu mikið og er svo glöð að geta skroppið núna í Funalindina í kaffi...

Jæja, Everwood  byrjað og Design Star rétt handan við hornið svo ég hætti núna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband