9.10.2008 | 19:51
Draumahelgi Rebekku o.fl.
Maður er nú heldur óframtakssamur hér á blogginu þessa síðustu og verstu tíma. Bara smá leti í gangi og svo hefur tölvan verið að slökkva á sér í tíma og ótíma og það er svona frekar pirrandi. En áðan vorum við Gústi að laga til í skápum hér og fann Gústi þá gamla, einhverja svona stöð fyrir tölvuna og nú get ég sett hana í samband gegnum þessa stöð og þá slekkur hún ekki á sér!! Jibbý hvað ég er glöð með að þetta er komið í lag. Var farin að halda að ég þyrfti að festa kaup á nýrri tölvu en nú er það óþarfi enda varla til peningar fyrir því...
Ég var í Glasgow um síðustu helgi og náði að eyða alveg fullt af pundum þar... Ég var svo heppin að geta keypt nokkur pund af einstakling sem ég þekki og borgaði rúmlega 100 kall fyrir pundið... Verslaði svo mikið af fötum úti að ég varð að kaupa auka ferðatösku... Við í Gylfaflöt vorum í vinnuferð og skoðuðum við nokkra staði sem vinna með fötluðum í Glasgow og nágrenni. Þessi ferð var alveg frábær í alla staði og lærðum við margt og mikið sem á eftir að nýtast í vinnu og bara okkur sem einstaklingum. Okkur var boðið á Fund raising dinner á hótelinu okkar í Glasgow og oh my oh my - þvílíkt galakvöld og við náttúrulega ekki alveg í stíl við það... En gaman var að sjá svona "event" og kíkja undir nokkur skotapils
Hér á þessum bæ er ekki kveikt á sjónvarpi fyrr en eftir alla fréttatíma. Maður er alveg kominn með gubbuna af allri þessari vitleysu sem er og hefur verið í gangi. Nú verður maður bara að bíða, því örlög okkar eru í annarra höndum, þe. fjárhagsleg örlög. Sem betur fer á maður Jesú til að halla sér að og fá hughreystingu hjá.
Meðan ég var í Glasgow upplifði Rebekka draumahelgina sína! Hún og Gústi fóru á opnun Korputorgs tvo daga í röð... Hún hitti Íþróttaálfinn í bæði skiptin og náði að tala við hann og allt!! Sú var glöð, því hún er búin að vera að spyrja síðustu vikur hvenær hún fái eiginlega að hitta hann... Hún sýndi íþróttaálfinum hvernig hún stendur á höndum, svo sýndi hún honum dót sem hún fékk í búðinni og ræddi við hann um daginn og veginn. Hún hitti líka Sollu stirðu og Skoppu og Skrítlu. Sem sagt draumahelgi!
Athugasemdir
Báðar okkar tölvur eru líka að slökkva á sér í tíma og ótíma, samt virðist engin bilun í gangi...hmmmmm?????? Ætli fleyri séu að lenda í þessu?
Vonandi hafið þið fallega fjölsk það gott í þjóðarástandinu.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 9.10.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.