3.11.2008 | 22:19
Blogglegt andleysi eða andlegt bloggleysi...
Ég er búin að vera alveg hrikalega andlaus síðustu daga og ekki dottið neitt sniðugt í hug til að skrifa hér... Ætla aðeins að reyna að bæta úr því...
Tengdó kom sl. fimmtudag og voru í borginni fram á sunnudag. Rebekka var að sjálfsögðu í essinu sínu og lét afa og ömmu snúast í marga hringi í kringum sig . Afi fór að sjálfsögðu með stelpuna út að hjóla og var mín hæstánægð með það. Á laugardagskvöldið bættust Bryndís og fjölskylda í hópinn hjá okkur og borðuðu allir saman Dominos pizzur, mjög einfalt og þægilegt. Við áttum svo notalegt kvöld saman og spjölluðum um daginn og veginn. Rebekka fékk nýtt vesti af prjónunum hennar ömmu og er svo fín í því!
Annars er mest lítið að gerast hjá okkur. Við mæðgur ætluðum í Fíladelfíu í gær en við þurftum að keyra Gústa í Samhjálp um 3 leytið og sofnaði mín í bílnum á leiðinni. Ég bar hana inn heima og hún steinsvaf - í 3 klukkutíma!! Greinilega uppsöfnuð þreyta í gangi eða einhver slappleiki. Hún sofnaði samt rúmlega 9 í gærkvöldi og svaf til hálf 8 í morgun...
Á morgun er foreldraviðtal í leikskólanum og verður spennandi að heyra hvernig henni gengur núna. Annars þykist ég nú vita hvað ég fæ að heyra . Svo er ömmu og afakaffi á morgun líka og ætlar mamma að kíkja á ömmustelpuna sína.
Jæja mér dettur ekkert fleira fréttnæmt í hug af okkur familíunni... Segi þetta gott í bili. Reyni að vera skemmtilegri næst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.