Facebookvírusinn hefur gripið mig!

Jæja, nú er facebookið farið að virka hjá mér og ég að læra á kerfið. Mér finnst þetta voða skemmtilegt. Búin að sjá fullt af gömlum vinum og nýrri vinum og svo ættingjum. Ég er reyndar með svo gamalt windows að það vantar nokkra fídusa hjá mér... Þarf bara að redda mér windows xp...

Hér eru þvílík læti. Rebekka er með tvo vini í heimsókn og þau eru með hljómsveit! Úff mig langar í kertaljós, rólegheit og jólalög! Ætla sko að hafa það náðugt í kvöld.

Ég er búin að skrifa öll jólakortin! Svo nú er ég alveg til í að fara að baka. En facebookið er alveg að stela öllum tíma frá mér... Þarf bara smá sjálfsaga...

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband