Móðursýki og sumarsmellir...

Ég er búin að endurheimta tölvuna mína úr "hreinsun". Hún var stútfull af alls konar auglýsingaforritum og öðru drasli en núna er hún, thanks to Frisk, orðin hrein og fín og ég get farið að tjá mig á netinu á ný... Gaman ekki satt?!

Jarðskjálftinn er efstur á dagskrá um þessar mundir. Ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta áður, bjó í Norge þegar allt skalf hér árið 2000. Ok, ég varð skíthrædd, ein heima, uppi á fjórðu hæð, og allt hristist og gekk til. Það fyrsta sem ég hugsaði: Er allt í lagi með Rebekku og Gústa?! En svo um kvöldið þegar ég ætlaði að fara að sofa þá bara fór mín að grenja og hringdi í mömmu eins og 10 ára krakki... Fannst ég eitthvað voða lítil...

Sumarið á næsta leiti, ekki satt? Eitt sem mér finnst vera svona merki um sumarkomu er þegar hljómsveitir byrja að senda frá sér "sumarsmelli". Maður á nú nokkra uppáhalds sumarsmelli sem minna á þetta eða hitt sumarið... Eitt af mínum uppáhalds lögum er Sól um nótt með Sálinni og minnir mig mikið á sumarið 1995. Núna er ég að fíla Bahama, Árin og Kósíkvöld í kvöld. Það verða mín 2008 lög. Rebekka er líka alveg að fíla Bahama! Í fyrra hlustuðum við endalaust á Sniglabandið og Selfoss er... Við erum líka svolítið dottin í Júró lög. Ég fíla danska lagið í tætlur og hækka vel í útvarpinu þegar það er spilað.

Annars er lítið að frétta af okkur. Styttist í sumarfrí með ættarmóti, vinnu í sumarbústaðnum, heimsókn til Akureyrar, Kotmóti og einhverju fleiru... Ég hlakka mikið til að fara í frí, finn að ég er orðin smá leið í vinnunni. Hef verið að spá í að fara í masterinn í haust, svona til að breyta til en er ekki viss um hvort mig langi strax. Fer kannski bara frekar í kennsluréttindin... Eða geri eitthvað alveg nýtt og fer aftur í framhaldsskóla og fer að læra húsasmíði ha/ha!! Nei, ætli ég verði nú bara ekki í Gylfaflötinni, maður kemur ferskur inn eftir frí...

Finn að Rebekka er líka komin í þörf fyrir frí. Hún er náttúrlega svo orkumikil að hún er alltaf að, alla daga. Við náum henni varla inn á kvöldin en svo er hún alveg útkeyrð greyið. Hún er alltaf á línuskautunum eða á hlaupahjólinu og vill helst bara vera í göngutúrum eða í sundi... Í reynd ætti maður að vera 25 kíló með veskinu en maður leggst í ísskápinn eftir að hún er sofnuð Undecided.

Jæja, orkan búin í mér í bili, ætla að fara að leggja mig. Tók að mér að leysa af í eldhúsinu í vinnunni þessa viku og ég er alveg búin eftir vikuna, enda er ég búin að elda og baka ofan í um 40 manns. Mér finnst það mjög skemmtilegt og góð tilbreyting en maður hefur ekki alveg verið að standa upp á endann síðustu ár... Maður var greinilega í miklu betra formi þegar maður var í þjóninum á 12 tíma vöktum...

"Gamla þreytta kellan" kveður að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já....Úfff!!!!!! Þessi skjálfti. Maður er aldrei of gamall fyrir mömmu, mundu þaðGaman að lesa bloggið þitt, ég er alltof ódugleg að kvitta fyrir mig Eigið góðan Sunnudag. Ég bloggaði sjálf um skjálftann og fólkið mitt fyrir austan fjall...,..ef þú vilt sjá. Sumarsmellir......(Manstu eftir Sumargleðinni sem ferðaðist um landið he he he......Ég fer á puttanum)

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 1.6.2008 kl. 10:34

2 identicon

Hellú kvitt kvitt. Takk fyrir samveruna í gær.. baka vöfflur næst. Sjáumst í kvöld.

Erla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Addi minn, ég hélt að bara hestar væru með makka!! Hef ekki aðstöðu til að fá mér hest...

Elín mín, Sumargleðin??! Ok, þú ert nokkrum árum eldri en ég...

Erla, loksins kvitt frá þér... Var að kvitta hjá þér líka :o)

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband