We are going on a....

... summer holiday!! Nú er ég búin að vera í sumarfríi í heila tvo daga og á eftir fjórar vikur og þrjá daga Cool. Veðrið gæti varla verið betra og Rósin í fríi líka. Það eina sem skyggir á er að Gústinn okkar er ekki í fríi með okkur frekar en tvö síðustu sumur... Fúlt!

Ýmislegt planað í sumarfríinu. Vorum upp í bústað um síðustu helgi og ætlum okkar að vera þar helling í fríinu. Við mæðgur förum svo norður til tengdó á mánudaginn og verðum fyrir norðan í viku. Gústi sameinast okkur svo á ættarmótinu á föstudaginn 18. Þá förum við líka í afmælið hans Hauks Pálma. Ættarmótið stendur svo alla helgina á Grenivík og verður pottþétt fjör þar! "Bandið hennar Önnu" verður að spila. Þ.e. bræður mínir og Gústi. Svaka stemning. Alla vega mun ég skemmta mér vel! Svo förum við á Kotmótið um versló. Er búin að skrá Rebekku á barnamótið og hlakkar hún mest til að hitta Guðna úr Eyjum. Hún er sko alltaf af og til að horfa á upptökur frá í fyrra og fílar Guðna í tætlur.

Svo á náttúrulega kerlan afmæli nk. sunnudag. Bara lítið í þetta sinn - 33ja. Hélt reyndar í fyrra að ég væri að verða 33ja þá og sagði það við alla en fékk, mér til mikillar ánægju, heilu ári bætt við ævi mína Pinch 

Ég var að senda þrjár myndir inn í ljósmyndasamkeppnina á mbl.is, bara af gamni. Býst nú ekkert við að vinna sko, enda fullt af rosalega flottum myndum þar. Ætla að senda fleiri seinna en þessar fengu að fara núna

Komdu þér hinum megin

 Komdu þér hinum megin!

Kisa lýst vel á Sollu stirðu

Kisa lýst vel á Sollu stirðu

Gagnkvæmt traust

Gagnkvæmt traust

 Over and out í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún á afmæli í dag... Innilega til hamingju með afmælið í dag Anna Valdís mín. Vonandi er dagurinn búinn að vera góður :0)

Verðum í spotta!

Kv. Sara og co.

Sara H. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband